fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Framúrskarandi vinnulyftur frá Skyjack og Niftylift

Kynning

Vinnulyftur ehf, Hæðarbyggð 24, Garðabæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnulyftur ehf er söluaðili tveggja afar vinsælla tegunda af vinnulyftum; annars vegar er þar um að ræða skæralyfturnar Skyjack sem eru mest seldu rafmagnsskæralyftur heims; hins vegar eru það Niftylift vinnulyftur sem eru rótgróið og vinsælt merki á markaðnum. Hvað Skyjack varðar þá flytja Vinnulyftur bæði inn Skyjak rafmagnsskæralyftur og Skyjack torfærulyftur sem eru dísilknúnar. Báðar gerðirnar eru mjög vinsælar og nýtast vel í íslenskum byggingariðnaði sem nú hefur vaknað til lífsins á ný eftir hrun.

Eigendur Vinnulyfta ehf. eru feðgarnir Eyvindur Jóhannsson og Jóhann Eyvindsson, en fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1993, þegar Eyvindur hóf innflutning á vinnulyftum til landsins og leigði út til iðnaðarmanna. Árið 1995 fékk Eyvindur einkaumboð fyrir Skyjack og Niftylift hér á landi. Urðu Skyjack skæralyfturnar fyrir valinu vegna þess hve áreiðanlegar þær þykja. Reyndust þær afskaplega vel til útleigu og það gilti einnig um Niftylift bómulyfturnar sem eru þægilegar í rekstri og þurfa lítið viðhald.

Árið 2007 seldi Eyvindur fyrirtækið en það var þá stærsta leiga og söluumboð landsins fyrir vinnulyftur. Nokkrum árum síðar hætti fyrirtækið störfum – en á þessu ári stofnuðu feðgarnir Eyvindur og Jóhann nýtt fyrirtæki um innflutning og sölu á vinnulyftum og fékk fyrirtækið gamla nafnið, Vinnulyftur ehf.

Eftir vandlega athugun á því besta á markaðnum var ákveðið að hefja aftur innflutning á tækjum frá Skyjack og Niftylift. Flytja Vinnulyftur nú inn tæki fyrir bæði gamla og nýja viðskiptavini fyrirtækisins. Hefur Skyjack og Niftylift verið afar vel tekið á markaðnum í sumar og meðal annars er Nifty 170 nú vinsælasta vinnulyftan á Íslandi.

Vinnulyftur leigja ekki út lyftur í dag heldur beina eingöngu kröftum sínum að innflutning og sölu, þá helst til verktaka og leigufyrirtækja, sem leigja lyfturnar til iðnaðarmanna og annarra aðila.

Nánari upplýsingar er að hafa í síma 774 2501 og með fyrirspurnum á netfangið eyvindur@simnet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni