fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Gleðin í gleraugnakaupunum

Kynning

Sjáðu, Hverfisgötu 52

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleraugu setja mikinn svip á alla sem nota þau. Það er því mikilvægt að vanda valið og njóta reynslu þeirra sem hafa reynsluna og kunnáttuna. Anna Þóra Björnsdóttir veitir persónulega ráðgjöf við val á gleraugum í verslunin Sjáðu á Hverfisgötu 52. Hjónin Anna Þóra Björnsdóttir og Gylfi Björnsson sjóntækjafræðingur hafa rekið gleraugnaverslun sína frá árinu 1995, fyrst á Laugaveginum í 17 ár, en síðustu fjögur árin á Hverfisgötu 52.

Viðskiptavinahópurinn hefur vaxið jafnt og þétt og þegar Anna talar um viðskiptavini er áherslan á seinni hluta orðsins.
„Ég hef eignast marga nána vini í gegnum viðskiptavinahópinn, fólk sem ég deili með gleði og sorgum, mæti í brúðkaup og jarðarfarir hjá,“ segir Anna Þóra.

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar er með Moscot gleraugu.
Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar er með Moscot gleraugu.

Óháð keðjum

Sérstaða verslunarinnar felst ekki einungis í viðmótinu, heldur ekki síður í gaumgæfilegu vali á þeim vörum sem verslunin selur. „Gleraugun sem við bjóðum upp á eru eingöngu frá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í gleraugum og eru ekki að framleiða töskur og annað.“

Hönnun í hæsta gæðaflokki

Þróun gleraugnaframleiðslu í heiminum er sú að 95% gleraugna eru á hendi sama framleiðanda. Anna segir að þau hjá Sjáðu séu ekki tengd neinum keðjum. „Við förum á vörusýningar gleraugnaframleiðenda með það að leiðarljósi að velja framleiðendur sem eru í hæsta gæðaflokki bæði hvað varðar hönnun og efnisnotkun. Við veljum bara það sem okkur finnst flott.“ Söluvara Sjáðu er því valin af kostgæfni og smekkvísi og er hönnunarvara í hæsta gæðaflokki.

Eigendurnir við opnun Sjáðu á Hverfsigötu fyrir fjórum árum.
Eigendurnir við opnun Sjáðu á Hverfsigötu fyrir fjórum árum.

Stutt í fjörið

Saman sjá þau hjónin um innkaupin og val á þeim vörum sem eru í búðinni, en svo skipta þau með sér verkum í rekstrinum. Sjónpróf og handbragð er á hendi Gylfa en Anna sér um útlit og markaðssetningu. „Þetta er mjög persónuleg þjónusta og við þekkjum viðskiptavinina mjög vel. Þeir koma aftur og aftur til okkar.“ Anna Þóra hefur mikla ánægju af þjónustunni meðan Gylfi sinnir faghliðinni af kostgæfni. „Það á að vera gaman að fá sér gleraugu,“ segir hún og brosir. „Ég sé um sprellið og fíflaganginn meðan Gylfi sér um faghliðina.“ Það er stutt í fjörið í búðinni. Á Menningarnótt voru þar grínistar með uppistand. „Ég hef sjálf farið á námskeið í „stand up“ hjá Þorsteini Guðmundssyni,“ segir Anna Þóra og hlær. Þorsteinn var með grín í búðinni á Menningarnótt.

Mikilvægt að vanda valið

Gleraugu verða óhjákvæmilega mikill hluti af útliti og persónuleika þess sem gengur með þau. Anna Þóra segir því mikilvægt að vanda valið og flýta sér ekki um of. „Við erum orðin mjög sjóuð í að finna hvað klæðir fólk og hvað það verður ánægt með. Fólk getur farið heim með umgjarðir ef það er í vafa og prófað og valið svo á milli.“ Hún segir að jafnaði gott að skipta um gleraugu á þriggja ára fresti. „Fólk er vel sett með tvenn gleraugu og ein sólgleraugu með styrk. Það er alveg nóg.“

Anna Þóra segir að það sé ekki nóg að velja umgjörð sem fólki finnst klæða sig. „Það þarf líka að hugsa fyrir því að þau líti vel út þegar glerin eru komin í. Þá geta þau virkað öðruvísi. Við höfum mikla reynslu af valinu og hjálpum viðskiptavinum okkar að velja það sem passar þeim og klæðir þá vel eftir að glerin eru komin í.“

Líf og fjör í Sjáðu
Líf og fjör í Sjáðu

Tryggir viðskiptavinir

Kúnnarnir eru í öruggum höndum hjá þeim hjónum og hafa sýnt versluninni mikla tryggð. „Við höfum oft fundið fyrir því hve tryggir viðskiptavinirnir eru. Við urðum fyrir því óláni að það brann hjá okkur á Laugavegi og þá fundum við fyrir miklum stuðningi . Líka þegar allt var hér sundurgrafið meðan framkvæmdir við götuna stóðu yfir. Það er ómetanlegt að finna vináttu og tryggð viðskiptavinanna.“

Líka skemmtistaður

Heimasíða Sjáðu, sjadu.is, er ítarleg og hægt að komast þaðan á síður vörumerkjanna sem eru í boði í búðinni. „Ef fólk hefur séð flott gleraugu sem eru á síðunum og eru ekki til hjá okkur þá hjálpum við því að finna þau. Persónuleg þjónusta er okkar aðalsmerki. Við erum ekki í tilboðum eða einhverjum afsláttarleik, en viðskiptavinirnir vita að þeir fá það sem þeir borga fyrir í gæðum og þjónustu. Við reynum frekar að gleðja trygga viðskiptavini með öðru. Við buðum öllum okkar kúnnum á tónleika í Hallgrímskirkju í október og þar mættu sex hundruð manns, einnig voru 200 manns hér á jólaballi. Viðskiptavinir okkar vita því að Sjáðu er ekki eingöngu gleraugnaverslun heldur líka skemmtistaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni