fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
FókusKynning

Imba Þórðardóttir gjörbreytti eldhúsinu fyrir átján þúsund krónur

„Það er alltaf gaman að gera eitthvað sjálfur og spara pening í leiðinni“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var miklu auðveldara en ég bjóst við,“ segir Imba Þórðardóttir sem notaði sumarfríið meðal annars til að gjörbreyta eldhúsinnréttingunni sinni.

Imba hafði lengi ætlað að breyta eldhúsinu með það að markmiði að lýsa upp rýmið. Íbúðin sem hún býr í er ekki með mörgum gluggum og því fannst henni eldhúsinnréttingin, eins og hún var, of þung fyrir heildarútlit íbúðarinnar.

Grá málning yfir kóngabláar eldhúsflísar

Svona leit eldhúsinnréttingin út fyrir breytinguna.
Kóngabláar flísar og innrétting úr kirsuberjavið Svona leit eldhúsinnréttingin út fyrir breytinguna.
Hér má sjá breytinguna.
Allt annað Hér má sjá breytinguna.

Fyrst málaði Imba allar veggflísarnar í eldhúsinu. Hún byrjaði á því að þrífa þær með sérstöku efni sem leysir upp alla fitu. Að því loknu grunnaði hún flísarnar og málaði tvær umferðir yfir.

„Þetta helst ekkert smá vel og er fáránlega flott.“

Imba var sömuleiðis búin að velta því fyrir sér lengi hvort hún ætti að ráða mann til að setja plastfilmur yfir eldhúsinnréttinguna eða gera það sjálf. Uppsett verð fyrir verkið eru 100 þúsund krónur svo Imba ákvað að athuga hvort hún gæti mögulega fundið út úr þessu upp á eigin spýtur.

Þykk filma

Hún keypti filmur í Bauhaus með viðaráferð og með YouTube-myndband, gamalt kreditkort, skæri og dúkahníf að vopni byrjaði hún að filma fyrstu skápahurðina.

Imba segir að filman sem hún valdi sé mjög þykk og þægileg viðureignar. Hún gat flett henni af og sett aftur á án þess að nokkuð sæist á filmunni þegar hún lagðist ekki rétt yfir flötinn.

„Ég hafði hugsað mér að gera þetta á löngum tíma og taka einn skáp í einu. En þar sem ég var orðin svo spennt að sjá útkomuna eyddi ég sex kvöldum, um 4 til 5 klukkustundum í senn, í verkið,“ segir Imba og bætir við:

„Ég var samt ekkert að flýta mér. Setti bara góða tónlist á og dúllaði mér við þetta á meðan hinir á heimilinu sváfu.“

18 þúsund

Allt í allt kostaði andlitslyftingin sem eldhúsið fékk 18 þúsund krónur. Imba er að vonum mjög sátt við útkomuna. „Það er alltaf gaman að gera eitthvað sjálfur og spara pening í leiðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi