fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Biggest Loser-stjarna í magaaðgerð

Fer til Póllands í hjáveituaðgerð – Er orðinn 175 kíló

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Biggest Loser-stjarnan Þór Viðar Jónsson er á leiðinni til Póllands í september í hjáveituaðgerð á maga. Þór vakti athygli árið 2013 fyrir þátttöku sína í Biggest Loser. Með því að fara í aðgerðina verður sex ára draumur að veruleika en Þór er sannfærður um að hún eigi eftir að gjörbreyta lífi hans til hins betra.

Gekk ekki upp

Þór, sem er 42 ára, hefur glímt við matarfíkn frá unga aldri. Hann bjó í Kanada í 25 ár en flutti til Íslands árið 2011 og vill hvergi annars staðar vera.

Þegar Þór tók þá ákvörðun að skrá sig í Biggest Loser árið 2013 var hann kominn á mjög slæman stað andlega og líkamlega. Mánuðina á undan hafði hann verið í undirbúningi á Reykjalundi fyrir hjáveituaðgerð á maga en ákvað að slá því á frest fyrir Biggest Loser.

Þór missti um 50 kíló í Biggest Loser en síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina.
Þyngdist aftur Þór missti um 50 kíló í Biggest Loser en síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina.

Fyrr í sumar sagði Þór í viðtali við DV, þar sem hann gagnrýnir Biggest Loser harðlega:

„Ég hélt virkilega að þátturinn yrði til þess að mér tækist að umbreyta lífsstílnum og lifa heilbrigðu lífi til frambúðar. En svo varð aldeilis ekki.“

Síðasta mánuðinn áður en keppni lauk missti Þór tíu kíló. Viku eftir lokaþáttinn var hann þó búinn að bæta þeim öllum á sig aftur. Hægt og rólega varð hann líka þreyttur á að mæta í ræktina þar sem hann þurfti að hafa mikið fyrir því að halda sér í formi.

„Ég fékk algjört ógeð enda gerði ég varla neitt annað í marga mánuði. Smátt og smátt datt ég í gömlu rútínuna aftur og þunglyndið kom til baka,“ segir Þór í viðtalinu.

Löngu tilbúinn

Í dag er Þór 175 kíló en hann missti um 50 kíló í Biggest Loser. Draumurinn er að fara niður fyrir 100 kílóa múrinn. Þór gerir sér fulla grein fyrir því að hann á ærið verkefni fyrir höndum næstu mánuðina en að sama skapi er hann löngu tilbúinn í þetta næsta skref að bættri heilsu.

Ástæðan fyrir því að Þór fer í aðgerðina í Póllandi er sú að hún er töluvert ódýrari þar en á Íslandi. Þar borgar hann 800 þúsund fyrir allan undirbúning, aðgerðina sjálfa og spítalavist í tvo daga á eftir.

Að auki fær Þór að dvelja í nokkra daga á heilbrigðisstofnun sem læknamiðstöðin sem framkvæmir aðgerðina á og rekur fyrir sjúklinga á meðan þeir eru að jafna sig fyrstu dagana.

Seldi bílinn

Síðustu mánuði hefur Þór verið að safna fyrir aðgerðinni. Hann náði markmiðinu nýlega með því að selja bílinn sinn. Stór hluti af þeirri upphæð sem hann fékk fyrir bílinn fer í að borga aðgerðina.

Aðgerðin sjálf er ekki stór en breytingin sem Þór gerir á lífi sínu í kjölfarið verður gríðarlega mikil. „Þú þarft að fylgja prógramminu sem þú færð frá lækninum 100 prósent svo allt gangi upp. Stuðningur nánustu fjölskyldu er líka mikilvægur en fjölskyldan mín er alveg jafn spennt fyrir þessu og ég.“

Orkulaus

Þór viðurkennir að það að vera aftur orðinn svona þungur sé gríðarlega erfitt fyrir sálina. Að sama skapi hefur hann litla orku til að takast á við allt umfram daglegt líf. „Þetta er mjög dapurlegt en það birti heilmikið til eftir að ég tók ákvörðun um að fara í aðgerðina.“

Hann segir jafnframt að fólk missi að meðaltali 60 til 65 prósent af líkamsþyngd sinni fyrsta eina og hálfa árið eftir aðgerðina.

„Ég get ekki beðið eftir að sjá fyrir og eftir myndirnar af sjálfum mér,“ segir Þór að lokum kátur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni