fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Auðvelt að kaupa skrifstofuvörur og láta gott af sér leiða á sama tíma

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. ágúst 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Múlalundur selur fjölbreyttar skrifstofuvörur sem öll fyrirtæki þurfa á að halda. Með því að kaupa þær af okkur eru fyrirtæki í leiðinni að styðja við atvinnusköpun fólks með skerta starfsorku og ná þannig árangri á sviði samfélagslegrar ábyrgðar án aukavinnu eða kostnaðar,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, Vinnustofu SÍBS, sem starfrækt er á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ. Á síðasta ári fengu um 70 einstaklingar með skerta starfsorku tækifæri til að spreyta sig á Múlalundi.

„Fyrirtæki geta verslað við okkur í gegnum vefverslun okkar mulalundur.is, hringt og pantað, sent töluvupóst eða kíkt til okkar. Verslun Múlalundar er opin öllum alla virka daga. Við sendum vörurnar um hæl og ef keypt er fyrir 8.500 krónur eða meira er enginn sendingarkostnaður á höfuðborgarsvæðinu. Vörur koma yfirleitt næsta virka dag,“ segir Sigurður.

Vöruframboð og þjónusta samanstendur af vörum framleiddum á Múlalundi og öðrum vörum sem Múlalundur selur til að viðskiptavinir geti nálgast sínar skrifstofuvörur allar á einum stað.

„Margar framleiðsluvörur Múlalundar eru vörur sem fólk þekkir, s.s. Egla-möppurnar, plastvasarnir, gatapokarnir, stóra veggdagatalið okkar, fjölbreyttar möppur af ýmsum stærðum og gerðum og margt fleira. Einnig sérvinnum við vörur fyrir tiltekna viðskiptavini, til dæmis Andrésar Andar-möppurnar sem til eru á flestum heimilum. Þá framleiðum við sérhannaðar verkstæðismöppur fyrir verkstæði og bílaleigur, möppur hannaðar undir atvinnuskírteini sjómanna, mat- og vínseðla fyrir veitingastaði og hótel og margt fleira. Starfsfólk Múlalundar framleiðir seðlana frá grunni ásamt áprentun eða þrykkingu. Ferðaskrifstofur hafa einnig verið að nýta sér töskumerkin okkar með merki fyrirtækisins. Þá sker farangur ferðaskrifstofunnar sig frá öðrum og viðskiptavinurinn fær merki fyrirtækisins sem hann notar áfram, jafnvel í mörg ár.“

Þessu til viðbótar vinnur starfsfólk Múlalundar ýmsa handavinnu fyrir fyrirtæki, s.s. við að strikamerkja vörur, pakka hlutum, setja í umslög og margt fleira sem fyrirtæki sjá hag sinn í að láta starfsfólk Múlalundar sjá um – og skapa með því verðmæt störf.

Starfsemi Múlalundar er óneitanlega víðtæk og líklega fjölbreyttari en flestir gera sér grein fyrir:
„Við getum flest,“ segir Sigurður um þetta og hlær.

Ljóst er að starfsemi Múlalundar, Vinnustofu SÍBS, er stórmerkileg og vörur fyrirtækisins koma víða við sögu í daglegu lífi fólks. Með því að kaupa vörur frá Múlalundi – vörur sem fyrirtæki þurfa hvort eð er að kaupa fyrir sína daglegu starfsemi – er verið að viðhalda og fjölga störfum fyrir fólk með fötlun í samfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni