fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
FókusKynning

Dásamleg ostabaka með rauðlaukssultu

Sölt, sæt og súr – Hentar við flest tækifæri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi dásamlega baka er frábær sem léttur sumarkvöldverður, hádegisverður með salati, dögurður með sneiddum reyktum laxi, forréttur ein og sér, á hlaðborði eða í lautarferð.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tilvalið er að nota þann ost sem er í uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Hér er osturinn ekki sparaður, enda er þetta alvöru ostabaka.

Ostabaka

Botn

3 dl hveiti

Fíngurklípa af salti

125 g smjör, nýtekið úr kæli

2 tsk. kúmínfræ

1–2 msk. vatn

Blandið saman hveiti, salti og kúmínfræjum í skál. Skerið smjörið í nokkra bita og bætið í skálina. Myljið saman smjörið og þurrefnin svo úr verði deig. Bætið við einni matskeið af köldu vatni, svo deigið verði mótanlegt. Magnið sem þarf af vatni fer eftir því hversu vel deigið tekur við og hitastiginu þar sem þið eruð að hnoða, mögulega þarf aðra matskeið af vatni.

Nú er tekið fram bökuform eða kökuform með hringlaga kanti sem má taka af. Ef slíkt er notað er ágætt að setja bökunarpappír í botninn svo auðveldara sé að ná bökunni úr eftir bakstur.

Deiginu er svo þrýst í botn og hliðar formsins og sett inn í frysti í 10 mínútur. Hitið ofn í 200 gráður á meðan. Að 10 mínútum liðnum er deigklætt formið tekið úr frysti og gafall notaður til að búa til nokkur göt í botninn. Bakað í ofni í 10 mínútur.

Fylling

Blandið eftirfarandi saman:

3 egg

2 dl rjómi

2 dl ab-mjólk, súrmjólk eða sýrður rjómi

6 dl rifinn, harður ostur (Västerbottenostur, Tindur eða annar áþekkur)

Blöndunni er hellt í forbakaða deigformið og bakað áfram við sama hitastig í 30–40 mínútur til viðbótar.

Bakan bragðast dásamlega heit, volg eða köld. En það sem toppar það algjörlega er rauðlaukssultan sem er löguð samhliða bakstrinum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Rauðlaukssulta

2–3 rauðlaukar, afhýddir og skornir í ræmur

½ dl sykur

½ dl hunang

½ dl rauðvínsedik

½ dl rauðvín

1 tsk. krydd að eigin vali, rósmarín, lambakryddblanda eða annað sem til er í kryddskápnum.

Blandið öllu saman í pott og leyfið að ná hægri suðu. Látið malla í um 10–20 mínútur og kælið áður en sultan er borin fram með ostabökunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni