Hárvörurnar frá John Frieda eru mörgum kunnar en þær hafa verið lengi á markaðnum og notið mikilla vinsælda. John Frieda hefur hannað hárvörur frá árinu 1988 og eitt af aðalsmerkjum þessa hártískurisa eru vörur sem eru sérsniðnar fyrir allar tegundir hárs.
Eins og flestir eflaust kannast við þá getur hárliturinn einn og sér algjörlega haft mótandi áhrif á útlitið okkar. Hvort sem við erum ljóshærð, dökkhærð eða rauðhærð er mikilvægt að hugsa vel um hárið og næra það með viðeigandi hárvörum og aðferðum.
Brúnt hár býr yfir hlýjum tónum; allt frá millibrúnum yfir í dökkbrúna tóna. Heilbrigt og glansandi hár getur enn frekar ýtt skemmtilega undir fataval þitt og persónulegan stíl. Til þess að dökkt hár líti sem best út er mikilvægt að það búi yfir ríkum og fallegum tónum, en fölnaðir brúnir tónar geta gefið hárinu líflaust yfirbragð og látið það litið líta út fyrir að vera illa nært.
Brilliant Brunette Visibly Deeper og Brilliant Brunette Visibly Brighter eru frábærar nýjungar fyrir brúnt hár frá John Frieda, sérstaklega hannaðar til að draga fram náttúrulega brúna tóna hársins. Vörurnar í þessari línu henta vel fyrir bæði náttúrulegt og litað hár. Þær gefa hárinu góðan raka, næringu og fallegan blæ. Hárið verður bæði líflegra og heilbrigðara.
Sjampóið og hárnæringin frá Brilliant Brunette Visibly Brighter hentar vel fyrir þá sem vilja lýsa upp hárið og draga fram gyllt tóna.
Brilliant Brunette Visibly Deeper hentar síðan betur fyrir þá sem vilja draga fram dökka tóna og fá meiri fyllingu í háralitinn.
Við fengum Júlíönu Garðarsdóttur jógakennara til að prófa vörurnar og hún var afar ánægð með útkomuna.
,,Ég hef lengi átt í vandræðum með að finna hárvörur sem ég er virkilega ánægð með; sérstaklega þegar kemur að sjampóum. Ég er með fíngert hár sem verður auðveldlega þurrt og líflaust ef ég nota ekki réttu vörurnar. Hárið mitt er náttúrulega dökkbrúnt með koparlituðum eða rauðum blæ, sem lýsist mjög mikið upp á sumrin og þá verður það eiginlega bara frekar skrítið á litinn og virkar miklu óheilbrigðara en það raunverulega er.
Ég var var því spennt að prófa nýju vörurnar frá John Frieda: Brilliant Brunette – Visibly Deeper. Ég verð að viðurkenna að ég get verið mjög skeptísk á allar vörur sem eiga að hafa svona mikil áhrif, eins og t.d. að ýkja hárlit, en ég ákvað samt að slá til.
Það sem kom skemmtilega á óvart var að ég fann strax mun eftir fyrstu notkun. Ekki á litnum heldur varð hárið miklu mýkra og meira glansandi en venjulega. Hárið á mér verður nefnilega yfirleitt mjög þurrt og leiðinlegt eftir þvott, sérstaklega á sumrin. Eftir nokkur skipti fór ég svo að sjá mun á hárlitnum. Það var eins og hárið á mér hefði dekkst aftur, tónarnir voru einhvern veginn dýpri og rauði liturinn aðeins minni. Það var engu líkara en hárliturinn hefði fengið meiri fyllingu, aukið ,,boost”. Það virkar núna mun heilbrigðara en það var áður en ég prófaði vörurnar.
Ég held að ég hafi loksins fundið sjampó sem mig langar til að halda áfram að nota. Ég er mjög ánægð með útkomuna og get hiklaust mælt með þessum vörum.”
John Frieda vörurnar fást í öllum helstu apótekum, Hagkaup og stærri Krónuverslunum.