Amíra, Ármúla 23
Í versluninni Amíra í Ármúlanum má finna ýmislegt til að prýða og dekra við heimilið. Verslunin er ennþá tiltölulega ung, var opnuð í október í fyrra, en hún hefur þegar náð stórum og ánægðum hópi viðskiptavina. Að sögn Guðrúnar Elínar Guðmundsdóttur, eiganda verslunarinnar, er lögð áhersla á vörur sem fegra innviði heimilisins, en verslunin sérhæfir sig í sölu á gæða sængurfötum, handklæðum, baðvöru og gjafavöru. „Við viljum bjóða upp á gæðavörur á viðráðanlegu verði,“ segir Guðrún.
Amíra selur vandaðar gjafa- og hönnunarvörur frá Skandinavíu og Bretlandi, en starfsfólkið er ávallt með augun opin fyrir góðri og vandaðri hönnun og fylgist grannt með nýjustu straumum og stefnum. Þau selja t.d. lampa og loftljós frá dönsku hönnunarstofunni Hedemann Denmark og kristal og ilm frá Kenneth Turner í London. Verslunin selur einnig stálvörur frá norska framleiðandanum Hardanger Bestik, t.d. hnífapör, kökuhnífa, ostahnífa og fleira.
Verslunin Amíra býður upp á úrval sængurfata úr hundrað prósent bómull, en þar ættu allir að geta fundið sængurföt við sitt hæfi. Einnig má finna úrval smekklegra púða í öllum stærðum og gerðum. Svo ber að minnast á hágæða postulín hannað af Halvor Bakke, en það er einstök gæðavara með stílhreinni hönnun. Allar frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Amíru má finna á Facebook-síðu verslunarinnar