fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
FókusKynning

Góður staður til að slaka á eftir túrinn

Kynning

Bike Cave: Rómantískir vesputúrar – Vegan-réttir – fjölbreyttur matseðill og úrvalshráefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bike Cave, Einarsnesi 36, í Skerjafirði í Reykjavík, er vinsæll áningarstaður hjólafólks, jafnt þeirra sem stunda hjólreiðar og þeirra sem eru á vespum eða vélhjólum. Þar er gott að slaka á og njóta góðra veitinga á frábæru verði eftir vel heppnaðan túr. Hlauparar og aðrir sem stunda útivist eru líka hjartanlega velkomnir, sem og þeir sem koma akandi á bílum.

Í gegnum Skerjafjörðinn liggja göngu- og hjólreiðastígar sem ná alla leið niður í Elliðaárdal og því er fjöldi hjólreiða- og útvistarfólks á ferli á svæðinu. Bike Cave er því einstaklega heppilega staðsettur, eða eins og Hjördís Andrésdóttir, eigandi staðarins, segir:

„Við erum við aðalhjólreiðabraut Reykvíkinga. Fyrir hjólreiðafólk er þetta eini staðurinn á löngum kafla þar sem hægt er að stoppa, slaka á og fá sér veitingar – og vera velkominn. Annars staðar er það ekki vel séð að fólk komi inn í Spandex-göllum, löðrandi í svita eða rigningarvatni, og fái sér að borða. Við erum með frábært verð á veitingum og einungis úrvalshráefni. Við bjóðum einnig upp á eitthvað af Vegan-réttum, meðal annars er þetta einn af fáum stöðum sem bjóða upp á „All Vegan“-borgara sem eru gríðarlega vinsælir.“

Segja má að veitingarnar á Bike Cave séu allt í senn fjölbreyttar, gómsætar og ódýrar.

Rómantískir vesputúrar

Bike Cave er fjölskyldufyrirtæki í eigu Hjördísar Andrésdóttur og rekur hún staðinn í samstarfi við Stefán Bachmann Karlsson. Á staðnum er góð aðstaða til að gera við alls konar hjól. Í veitingasalnum er sjónvarp á stjórum flatskjá og þar liggja tímarit um hjól og hjólamenningu.

Hagstæð vespuleiga er á staðnum og mörg pör nýta sér hana til að fara í rómantískan vesputúr um eitt fegursta svæði borgarlandsins.

Jafnframt eru til sölu í Bike Cave hinir margrómuðu mótorhjólahjálmar frá Nexx í Portúgal, sem eru gæðahjálmar á góðu verði.

Opið er í Bike Cave alla daga vikunnar frá kl. 9.00 og fram til kl. 23.00. Hægt er að kaupa sér mat og kaffi allan þann tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni