fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Erfitt að sjá aðra þjást

Tara vinnur gegn fordómum í garð geðsjúkdóma

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. júní 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið haust breyttist líf Töru Tjörvadóttur til hins betra þegar hún opnaði sig um eigin fordóma gagnvart þunglyndinu sem hún hafði barist við í ellefu ár. Síðan hefur hún hrundið af stað ótal verkefnum sem öll miða að því sama; að uppræta fordóma í garð geðsjúkdóma.

„Þetta byrjaði í rauninni í lok september í fyrra þegar ég var sjálf búin að vera að berjast við eigin fordóma gagnvart þunglyndi sem er einmitt sjúkdómurinn minn. Ég hafði verið í feluleik með hann í 11 ár en þegar mamma mín setti sig í samband við mig og sagði mér að pabbi minn væri að sýna mikil þunglyndiseinkenni ákvað ég að bregðast við og gera eitthvað. Ég skrifaði honum bréf sem varð upphafið að því sem ég hef verið að gera síðan.“

Faðir Töru tók bréf hennar alvarlega og leitaði sér tafarlaust aðstoðar sem hefur gjörbreytt hans lífi.

„Ég sendi pabba mínum bréfið og það hafði þau áhrif á hann að hann fór strax að leita sér hjálpar. Þarna sá ég hvað sagan mín gat hjálpað einni manneskju mikið og þá velti ég því fyrir mér hvort ég gæti hjálpað fleirum. Pabbi hvatti mig til þess að birta það sem ég skrifaði honum og ég gerði það daginn eftir á Pressunni. Skrifin vöktu mikla athygli og þannig byrjaði þetta.“

Vegna áhrifanna sem Tara fann að hún gat haft með því að segja sögu sína ákvað hún að halda áfram og í kjölfarið hefur hún meðal annars hrundið af stað samfélagsmiðlabyltingunni #Égerekkitabú og ljósmyndaverkefninu „Hundrað andlit þunglyndis“. Um þessar mundir er Tara að undirbúa gerð heimildamyndar um fræðslu gegn geðsjúkdómum og nýlega tók hún við viðurkenningunni „framúrskarandi ungur Íslendingur“.

„Fólk treystir mér“

Tara er full af hugsjón og ætlar sér greinilega stóra hluti þegar kemur að því að hjálpa öðrum sem þjást af geðsjúkdómum. En er ekki niðurdrepandi eða erfitt að hrærast í þessum málum alla daga?

„Mér finnst í rauninni erfiðast að sjá hve margir eru enn að kljást við eigin fordóma og hvað þeir eru að gera okkur mörg veikari. Að sjá fólk sem er að berjast í hljóði og þjást með svo mikla fordóma gegn sjúkdómnum sínum. Ég held að það sé akkúrat það sem veldur því að fólk leitar sér ekki hjálpar og það sem er að gera okkur æ þunglyndari.“

Að öðru leyti tekur Tara ekki undir að verkefni hennar séu erfið. Hún segir þessa vegferð fyrst og fremst hafa verið jákvæða og fólk hafi tekið henni ótrúlega vel.

„Fólk er alveg ótrúlega frábært og það er svo magnað hvernig maður tengist umheiminum öllum á nýjan hátt þegar maður opnar sig. Þegar ég birti sögu mína var ég að treysta öllum með internettenginu fyrir minni persónulegustu reynslu. Og það sem gerðist var að fólk endurgalt traustið og fór að senda mér sínar sögur og þannig fór ég að tengjast því á allt annan hátt. Þetta er dýrmætt og hjálpar mér að halda áfram með verkefnin mín.“

Tara er hvergi hætt því hún ætlar ásamt eiginkonu sinni, Rakel Sölvadóttur, að stofna samtök sem vinna að fræðslu um geðsjúkdóma.

„Já, við konan mín erum að stofna samtök sem vinna að fræðsluefni gegn fordómum í garð andlegra sjúkdóma og fræða fólk um andlega heilsu almennt. Ég tel fræðslu vera lykilinn að því að ná árangri í þessum efnum.“

En hvernig skyldi Töru sjálfri líða andlega eftir álagið og vinnuna sem hefur fylgt henni undanfarna mánuði?

„Mér líður vel vegna þess að ég er ekki í feluleik lengur. Það var afskaplega mikil byrði að fela þetta og geta ekki miðlað af þekkingu minni til annarra sem voru að kljást við svipaðar aðstæður og ég. Í dag finn ég fyrir miklum létti. Verkefnin undanfarið hafa ekki haft bein áhrif á líðan mína því ég hafði verið að vinna mikið í þunglyndinu á síðastliðnum árum svo mér var farið að líða miklu betur fyrir.“

Það er ekki annað að sjá á þessari ungu framúrskarandi konu að framtíðin sé björt og miðað við öll járnin sem hún hefur í eldinum eigum við vafalaust eftir að sjá og heyra meira frá henni á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“