Akureyringurinn vinsælasti borgarinn – Ísinn framleiddur á staðnum
Jón Magnússon, annar tveggja eigenda Skalla veitingastaðanna, segir að þar á bæ hafi ávallt verið mikil metnaður í gerð hamborgara. Hann bendir á að lykilinn að úrvalsborgurum sé að finna í sameiningu tveggja þátta: Gæðum hráefnis og hæfni starfsfólks sem kann sitt fag.
„Það verður ekki góður hamborgari, þótt úr úrvalshráefni sé, nema hann fái rétta meðhöndlun starfsfólks, svo einfalt er það. Við erum með einstaklega fagmannlegt og áhugasamt fagfólk á Skalla og það tryggir ánægju viðskiptavinanna,“ segir hann.
Aðspurður segir Jón Akureyringinn langvinsælasta hamborgarann á Skalla.
„Það eru 110 grömm ungnautakjöt í þeim vinsæla borgara, ostur, tómatur, agúrka, jöklasalat, franskar og hamborgarasósa. Akureyringurinn svíkur engan!“
Á Skalla er ísinn bragðgóði heimagerður, ef svo má segja, þar sem hann er búinn til á staðnum. Hann hefur verið aðalsmerki Skalla í gegnum tíðina og stendur ávallt fyrir sínu.
Skalli
Ögurhvarfi 2
Kópavogur
Sími: 567-1770; opnunartími mán.–sun. 10.00–23.00
Austurvegi 46
800 Selfoss
Sími: 483-1111; opnunartími mán.–sun. 10.00–22.00.
Hægt er að borða á staðnum eða taka með