„Fyrsta flokks hráefni og góða þjónustu og við tökum alltaf vel á móti öllum“
Burgerinn opnaði dyr sínar á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2011 og hefur verið í fullu fjöri síðan. Um er að ræða fjölskyldufyrirtæki sem er rekið af feðgunum Erni Arnarssyni matreiðslumeistara og Brynjari Arnarsyni. Þeir hafa sinnt staðnum sínum af miklum áhuga og metnaði.
Örn segir að þar sem Burgerinn verði 5 ára 17. júní næstkomandi, verði viðskiptavinum boðið upp á 10% afslátt af fasta-matseðli ásamt drykkjum af því tilefni.
„Allir krakkar sem eru duglegir að borða matinn sinn fá svo Apaís frá Kjörís í glaðning yfir afmælishelgina.
Við höfum haft að leiðarljósi frá upphafi að bjóða upp á fyrsta flokks hráefni og góða þjónustu og við tökum alltaf vel á móti öllum. Hér vitum við fátt skemmtilegra en að fá hópa til að hittast hjá okkur og gerum þeim tilboð, sé þess óskað. Burgerinn býður einnig fyrirtæki velkomin í viðskipti til okkar en við erum vön að sinna stórum pöntunum,“ segir Örn og hvetur viðskiptavini til þess að koma og taka þátt í afmælisstemningunni á Burgernum.
Burgerinn
Flatahrauni 5a
220 Hafnarfjörður
Sími: 555-7030.
Opnunartími: 11.00–22.00 alla daga.
www.burgerinn.is
www.facebook.com/Burger-Inn