fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
FókusKynning

Mögnuð EM-stemning framundan á Snóker- og poolstofunni

Kynning

Hægt að fylgjast með þremur leikjum í einu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snóker- og poolstofan er rótgróið fyrirtæki og hefur verið í Lágmúla 5 í Reykjavík síðan 1998. Miklar endurbætur og útlitsbreytingar eru nú í gangi, verið er að koma fyrir yfir hundrað stólum og tveimur tíu manna sófum til að knattspyrnuaðdáendur geti gert sér glaðan dag við að fylgjast með strákunum okkar á EM í Frakklandi. Brynjar Valdimarsson, eigandi staðarins, vinnur nú hörðum höndum að því að gera stemninguna magnaða:

*„Nú erum við að koma inn stólum, það verða um 100 sæti laus, 15 við borð. Svo verða sérstök lúxusborð og sófar sem fólki gefst kostur á að panta. Bjórinn er venjulega á 840 krónur en þegar strákarnir okkar verða að spila verður bjórinn á sérstöku tilboði, einungis 590 krónur.“ *

Hægt að fylgjast með þremur leikjum í einu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Hljóðkerfið er örugglega eitt það flottasta ef ekki það flottasta á landinu. Hátalararnir eru óteljandi og munu snúa niður sem gerir okkur kleift að sýna allt að fimm leiki í einu með fullu hljóði. En ég geri ráð fyrir að við sýnum þrjá í einu til að koma í veg fyrir að hljóð úr einum leik trufli hina,“ segir Brynjar stoltur.
Á Snóker- og poolstofunni býðst áhugasömum að eignast klúbbakort fyrir 500 krónur á ári. Kortið gerir klúbbmeðlimum kleift að fá afslátt af bæði leikjum og veitingum.
„Við reynum að vera eins ódýr og hægt er og því er verðið hjá okkur mjög hagstætt, á bæði drykkjum og mat,“ segir Brynjar. Boðið er upp á veitingar á staðnum; drykki, smárétti, hamborgara og pitsur:
„Við erum með hamborgara og seljum mikið af þeim enda eru þeir ansi góðir, einnig pitsur frá Italiano sem er í Kópavogi. Þegar við erum með hópa þá getum við pantað frá þeim fyrir hópinn.“

Aðstaðan mjög góð

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Búið er að koma upp mjög góðri aðstöðu til að horfa á boltann og aðra viðburði. Uppi eru fjórtán flatskjáir og fimm hágæða skjávarpar sem sjá um að allir gestir geti fylgst með. Öll sjónvörpin eru í HD og hægt er að horfa á í 3D,“ segir Brynjar, og nefnir mótin sem hafa verið haldin á staðnum fyrir Billiardsamband Íslands, bæði í pool og snóker. Það er því alltaf eitthvað að gerast á Snóker- og poolstofunni.
Á staðnum eru átján poolborð og fjögur snókerborð og er mikið um að bæði einstaklingar og hópar sæki staðinn.

Snóker- og poolstofan er í Lágmúla 5, Reykjavík – S: 581-1147 – netfang pool@pool.is,
Heimasíða www.pool.is Facebook

Opnunartími
Sunnd. til fimmtud. frá kl. 11:00 – 01:00. Föstudaga og laugardaga frá kl. 11:00 – 03:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb