fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Valdimar fer í einkaþjálfun fjórum sinnum í viku: „Ég var farinn að hafa miklar áhyggjur af sjálfum mér“

Tómas Guðbjartsson læknir er Valdimar innan handar – Segir Valdimar vera mikla hvatningu fyrir þá sem vilja taka sig á

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. maí 2016 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Valdimar er mikil hvatning fyrir aðra sem ætla að taka sér tak,“ segir Tómas Guðbjartsson skurðlæknir sem hefur verið söngvaranum Valdimar Guðmundssyni innan handar á ferðalagi hans til heilbrigðara og betra lífs.

Á dögunum var greint frá því að Valdimar ætlaði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í sumar og hlaupa – og kannski ganga – tíu kílómetra. Kveikjan að þessari ákvörun Valdimars var hræðileg nótt sem hann átti fyrir skemmstu, en þá hélt hann að hann væri að deyja.

Læknir hefur verið Valdimar innan handar.
Tómas Guðbjartsson Læknir hefur verið Valdimar innan handar.

Mynd: Gunnar Gunnarsson

Hugmyndin kom frá umboðsmanninum

Valdimar og Tómas ræddu málin í Bítinu á Bylgjunni á morgun, en Tómas og Valdimar eru ágætir kunningjar og hefur Tómas verið Valdimar innan handar að undanförnu. En hver var kveikjan að því að Valdimar ákvað að taka heilsuna í gegn?

„Þetta var hugmynd frá umboðsmanninum mínum í rauninni. Ég gerði opinskáan status á Facebook í október í fyrra þar sem ég talaði um mín vandamál, ætlaði að reyna að breyta mínum högum og lifa heilsusamlegra lífi. Hann sás sér þarna leik á borði þegar hann sá viðbrögðin við þessum status og ákvað að „pitcha“ mig sem maraþonmanninn fyrir Íslandsbanka,“ sagði Valdimar í morgun.

Umboðsmaðurinn hafði áður unnið með meðlimum Skálmaldar, en Valdimar viðurkennir að það hafi þurft að selja honum hugmyndina. „Það var meira en að segja það fyrir mig að fara 10 kílómetra í einhverju hlaupi. En þetta er fjáröflun fyrir gott málefni og það var of mikið jákvætt við þetta til þess að sleppa þessu. Ég ætla að ganga en kannski næ ég að skokka eitthvað. Ég er að spá í að byrja skokkandi og enda skokkandi svo þetta líti vel út í byrjun og endanum,“ sagði Valdimar og hló.

Tómas ánægður – Valdimar skynsamur

Tómas sagði að Valdimar hefði komið til hans í vetur og spurt hann hvort hann væri tilbúinn að hjálpa sér í þessu ferli, bæði sem vinur og læknir.

„Hann hafði það markmið að leiðarljósi að fara skynsamlega í þetta. Mér finnst hann hafa sýnt mikla skynsemi í því. Við fórum í áreynslupróf, mældum lungun og gerðum allskonar mælingar,“ sagði Tómas sem fékk kollega sína úr heilbrigðisgeiranum til að hjálpa sér við það. „Svo er hugmyndin að fylgja þessu eftir. Hann finnur mun á sér.“

Valdimar hefur verið í einkaþjálfun hjá Birnu Markúsdóttur og hittir hann hana fjórum sinnum í viku. Hann ætti því að vera kominn í þokkalegt stand þegar að Reykjavíkurmaraþoninu kemur í sumar.

„Ég vildi ekki vera að hlaupa of hratt af stað. Um leið og maður ætlar að taka þetta á fullu strax frá byrjun þá endist maður ekkert. Maður þarf að taka þetta í skrefum. Ég byrjaði á að taka mataræðið í gegn og byrjaði að hreyfa mig og fór rólega af stað. Markmiðið er að geta litið í spegilinn og hugsa: „Nú er ég í góðum málum,“ sagði Valdimar og bætti við að þetta væri langtímamarkmið. „Ég næ því ekki í ágúst en þetta er fyrsta markmið að klára þetta hlaup.“

„Maður finnur í líkamanum að maður er sterkari og er ekki eins þreyttur á daginn, hefur meiri orku og er farinn að sofa aðeins betur.“

Finnur fyrir mun

Valdimar sagðist í Bítinu finna strax ákveðinn mun á sér. „Maður finnur í líkamanum að maður er sterkari og er ekki eins þreyttur á daginn, hefur meiri orku og er farinn að sofa aðeins betur. Ég var farinn að hafa miklar áhyggjur af sjálfum mér. Ég svaf illa þarna eina nótt og átti erfitt með að anda, var búinn að vera með væga lungnabólgu og þessi nótt var hræðileg,“ sagði Valdimar en þetta var síðastliðið haust. „Mig dreymdi að ég gæti ekki andað og vaknaði sveittur og nær dauða en lífi einhvernveginn. Það var svona sparkið. Það var botninn sem ég fann. Mér fannst ég vera kominn að hættumörkum og fyrir mér var þetta núna eða aldrei.“

Mikilvægt að byrja rólega

Tómas sagði að fyrir þá, sem eru að fara af stað aftur eftir margra ára hreyfingarleysi, sé mikilvægt að fara að rólega af stað. „Það er mjög mikilvægt að gera þetta í samráði við lækni ef að fólk til dæmis hefur ekki hreyft sig til margra ára og er að fara af stað,“ sagði Tómas sem mælti einnig með einkaþjálfurum eða íþróttafræðingum sem þekkja vel til.

„Það er svo hætt við því að þú fáir álagsmeiðsl og þá ertu jafnvel kominn í verri stöðu en þú varst þegar þú varst í kyrrsetu. Það fer eftir ástandi viðkomandi hvað best er að gera en við ákváðum að taka þetta svona, föstum tökum og ætlum að endurtaka prófanirnar. Þetta er langtímaverkefni. Þetta er langhlaup og mér finnst hann hafa undirbúið sig vel, hann hefur leitað ráða hjá mjög mörgum aðilum. Ég hef ekki verið að þrýsta á Valdimar að hann klári tíu kílómetrana eða hlaupi alla leiðina heldur aðallega að hann hafi þetta markmið og finni vellíðan.“

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni