Fyrsta skrefið er að fara í forskoðun
réttar upplýsingar ættir þú að geta tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um hvort og þá hvers konar aðgerð þú vilt fara í.
Fyrsta skrefið er að fara í forskoðun, sem leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er. Í framhaldi af henni er hægt að skoða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir þig. Í flestum tilfellum er aðgerð möguleg en Sjónlag mun þó ekki mæla með aðgerð nema miklar líkur séu á árangri. Samkvæmt fagtímaritum er árangur Sjónlags í laseraðgerðum sambærilegur við það besta sem gerist erlendis.
„Lykilatriði í þeim árangri er að öryggi, heilsa og velferð viðskiptavina er ávallt höfð að leiðarljósi í ráðgjöfinni. Ef svo ólíklega vill til að engin af þeim aðgerðum sem í boði eru hentar, ráðleggjum við þér einnig um framhaldið og förum yfir hvort möguleiki kunni að vera á aðgerð síðar, hvort annars konar sjónlagsaðgerðir henti betur eða hvort rétt sé að þú haldir þig áfram við gleraugu og snertilinsur. Einnig hafa nýir möguleikar til að losna við lesgleraugu opnast fyrir aldurshópinn 40+ með svokölluðum fjölfókusaðgerðum og við leggjum ríka áherslu á að fylgjast með allri þróun tækninnar sem á sér stað.“
segir Axel Örn Ársælsson, sjóntækjafræðingur hjá Sjónlagi.
Forskoðun leiðir í ljós hvort þú getur farið í aðgerð eða ekki. Eins og gefur að skilja er forskoðunin mjög ítarleg, en miðað er að því að komast að því hvort eitthvað komi í veg fyrir að þú getir farið í sjónlagsaðgerð. Um 80% þeirra sem fara í skoðun geta farið í aðgerð.
Fyrsta skrefið er að hringja í síma 577-1001 og panta tíma. Forskoðunin kostar 6.800 krónur en mikilvægt er að vera án snertilinsa í viku fyrir forskoðun.
Í forskoðun er meðal annars:
• Sjónlag mælt í sjónlagsmæli (e. autorefractor) til að fá grófa hugmynd um sjónlag þitt og mögulega sjónlagsgalla.
• Ríkjandi auga fundið.
• Gleraugnastyrkur mældur sem gefeur hámarks sjónskerpu.
• Farið yfir heilsufar þitt, lífsstíl, augnsögu, lyfjanotkun, ofnæmissögu og annað sem gæti haft áhrif á aðgerð.
• Augnþrýstingur mældur.
• Hornhimnan skönnuð nákvæmlega upp með sérstakri myndavél og nokkurs konar landslagsmynd (e.topography) útbúin af yfirborði hennar. Þykkt og lögun hornhimnunnar fundin.
• Sjáöldur / sjónop mæld miðað við mismunandi birtuskilyrði.
• Sjáöldrin víkkuð út með sérstökum dropum.
• Augun skoðuð nákvæmlega hjá augnlækni með svokölluðum raufarlampa.
Að forskoðun lokinni er farið ítarlega yfir niðurstöður hennar til að ákvarða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta þér. Að lokum má hér sjá flott myndband sem sýnir allt ferlið á bakvið laseraðgerðirnar: