fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Skema = Sköpun + Samvinna + Kóðun

Kynning

Skapandi tæknisumar – Námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 4–16 ára

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. maí 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn í dag eru talin vera með gott tölvulæsi, þau geta spilað leiki, vafrað um á netinu og vita hvernig allt virkar en fá geta búið til sína eigin leiki eða eigin forrit. Það er eins og þau geti lesið en ekki skrifað. Eitt af því sem börn gera best er að læra tungumál og því ættu þau að vera mjög móttækileg og fljót að tileinka sér forritunarmál þar sem forritun er í raun bara samskipti milli manns og tölvu á því tungumáli sem bæði skilja.

Skema er mennta- og tæknifyrirtæki sem hefur sérhæft sig í kennslu og rannsóknum í tækni og forritun með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema hefur frá 2011 staðið fyrir fjölda fjölbreyttra og skapandi tækninámskeiða fyrir ungt fólk frá 4 ára aldri og stuðlað að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Í heild hafa þjálfarar Skema tekið á móti rúmlega 6.000 börnum á aldrinum 4–16 ára og rétt um 400 kennurum í grunnkennslu í forritun eða sérhæfða kennslu í notkun á spjaldtölvum og annarri tækni í skólastarfi.

Skapandi Tæknismiðja fyrir 4–6 ára.
Skapandi Tæknismiðja fyrir 4–6 ára.

Mynd: Skema ehf.

Skema – Ekki bara tækni og forritun

Hjá Skema er ekki bara verið að þjálfa forritunarfærni og tækniþekkingu barna og unglinga heldur styðst öll þjálfun og allt námsefni við aðferðafræði Skema sem byggð er á rannsóknum í sálfræði, kennslufræði og tæknifræði til að nýta tæknina til að efla hugrænan þroska og getu í öðrum námsgreinum. Notast er við þær leiðir sem rannsóknir hafa sýnt fram á að virki vel og skili aukinni þekkingu og færni til barnanna okkar.

Seymor Papert talaði um að tölvur væru notaðar til að forrita börn með þeirri notkun sem tíðkast almennt í dag. Papert var einn af stofnendum forritunarmálsins Logo og einn af frumkvöðlum þess að nota forritun til að efla vitsmuni barna. Hann byggði hugmyndir sínar á kenningum Piaget og taldi að „Piagetian lærdómur“, að læra án þess að vera kennt, væri vænlegastur til árangurs. En hvað hafa rannsóknir sýnt fram á í þessum efnum? Hvaða áhrif getur forritunarkennsla haft á hugrænan þroska og getu barna?

Áhrif á hugrænan þroska og getu

Forritun í Unity3D-leikjavélinni fyrir 11–16 ára.
Forritun í Unity3D-leikjavélinni fyrir 11–16 ára.

Mynd: Skema ehf.

Það sem gerir forritunarkennslu áhugaverða er að hún krefur nemendur að finna lausn á vandamálum og setja hugmyndir sínar fram á skipulagðan hátt til þess að miðla þeim rétt til tölvunnar. Sýnt hefur verið fram á að með þessum hætti þjálfar forritun nemendur í rökhugsun sem hægt er að hagnýta síðar til lausnar á vandamálum sem koma upp í daglegu lífi. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að forritun eflir hugræna færni til muna jafnframt því að félagsskilningur eykst sem leiðir til þess að nemendur eru líklegri til að vinna í sameiginlegum lausnum vandamála.

Þegar verið er að hanna og skapa tölvuleik þarf að huga að mörgum atriðum. Það þarf að setja sig í spor leikarans/persónunnar sem þú spilar og hvaða viðbrögð allar aðgerðir framkalla í umhverfinu og hvaða viðbrögð aðgerðir í umhverfinu framkalla hjá persónunni. Seymor Papert sýndi fram á að með því að forrita tölvuna til að gera það sem börnin vilja þá þurfa þau að setja sig í sporin sjálf og hugsa út í hvernig þau myndu sjálf leysa verkefnið og þá endurspegla sína eigin hugsun.

Jákvæð áhrif á sköpunargáfu og tilfinningaviðbrögð

Rannsóknir hafa sýnt fram á að forritunarkennsla hefur jákvæð áhrif á sköpunargáfu og tilfinningaviðbrögð hjá börnum með námsörðugleika ásamt því að hafa verið tengd við myndun þekkingar á afmörkuðum sviðum sem og aukið hugræna og félagslega færni. Við hjá Skema höfum tekið sérstaklega eftir þessum áhrifum og það vermir endalaust hjartarætur okkar að sjá einstaklinga sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa fá tækifæri til að blómstra fyrir styrkleika sína.

Skapandi Tæknisumar hjá Skema framundan

Í sumar mun Skema bjóða upp á fjölbreytt og skapandi tækninámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 4–16 ára víðs vegar um landið. Meðal þeirra námskeiða sem verða í boði eru; Minecraft með fókus á lestur, fókus á vísindi, fókus á landafræði og Minecraft mod forritun, fjölbreytt forritunarnámskeið, námskeið í grafík, hönnun og vefsmíði og skapandi tæknismiðjur fyrir 4–6 ára.

Endilega skoðið dagskrána á www.skema.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni