Húðlínan derma.cosmetics frá Dr. med. Christine Schrammek hefur læknisfræðilegan innblástur og sameinar nýjustu virku efnin sem eru í hæsta gæðaflokki. Markmið með húðlínunum er að bjóða upp á lausnir fyrir öll húðvandamál.
Erna María Eiríksdóttir, eigandi stofunnar Verði þinn vilji, sem er snyrtifræðimeistari og nuddari, fræðir lesendur DV.is á því að Blemish Balm, Skin Elixier, Resvera Cell Concentrate og aðrar einstakar vörur fyrirtækisins eru vel þekktar um heim allan og bókastaflega elskaðar af þúsundum notenda. Þær státa einnig af því að hafa unnið til fjölda virtra verðlauna.
„Christine Schrammek þróaði GREEN PEEL® meðferðina fyrir einum fimmtíu árum með það að markmiði að hjálpa fólki að bæta óhreina eða skemmda húð,“ segir Erna María. „Grunnurinn að meðferðinni var þá, og er enn, blanda átta sérvaldra jurta sem innihalda ensími, steinefni og vítamín sem nuddað er í húðina. Hin upprunalega GREEN PEEL® meðferð hefur sannað sig um víða veröld enda er hún einungis fáanleg hjá lærðum snyrtifræðingum og húðsjúkdómalæknum. Henni er síðan viðhaldið með sérvöldum vörum, eins og t.d. hinu frábæra, upprunlega BB kremi sem kemur einmitt frá Dr. Schrammek.“
GREENPEEL® Fjórar meðferðir í boði
CLASSIC – Húðendurnýjun á 5 dögum.
ENERGY – Sjáanlegur stinnleiki húðar.
FRESH UP – Fljótleg fegrun.
MELA WHITE – Lögun litabreytinga.
Erna María bendir á að með aðlögun jurtablöndunnar að hverri húðgerð má veita hverjum einstaklingi meðferð sem hentar húðgerð hans – með þau markmið sem viðkomandi vill nálgast.
Auk GREENPEEL@ meðferðanna eru í boði andlitsböð sem í eru notaðir lífrænir jurtamaskar. Þeir valda ekki flögnun en nýta mjúklega virkni náttúrulegra jurta í faglegri og slakandi meðferð. Einstök samsetning hvers maska af virkum jurtum styður við og styrkir húðfrumurnar. Hægt er að velja um þrenns konar andlitsböð í jurtaböðunum: Hreinsandi, uppbyggjandi og svo róandi – sem er einstaklega gott andlitsbað fyrir þá sem eru með rósroða og viðkvæma húð.
Þessi dásamlegu andlitsböð eru án allra gerviefna og eru hressandi og örvandi fyrir líkama og sál.
Hægt að nálgast frekar upplýsingar á heimasíðunni www.vilja.is. Snyrtistofan Verði þinn vilji er innflutningsaðili varanna.
Verði þinn vilji, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Sími: 517 – 9291.
Meðferðaraðilar/útsölustaðir Schrammek:
Heilsa og útlit. Hlíðasmára 17, Kópavogur. Sími: 562 – 6969.
Deluxe, snyrti- og dekurstofa, Glæsibæ, Reykjavík. 571 -0977.
Pandora, snyrti- og fótaðgerðastofa, Þangbakka 8-10, Reykjavík. Sími: 555 – 1006.
Snyrtistofan Tulip, Hæðasmára 6, 201 Kópavogur. Sími: 566 – 6100.