Nýverið kynnti mjólkurvinnslan Arna frá Bolungarvík nýjar vörur til leiks sem fengið hafa frábærar viðtökur. Annars vegar er um að ræða gríska jógúrt sem í boði er í þremur bragðtegundum, vanillu og kókos, karmellu, peru, súkkulaði og ferskju. Eins og aðrar vörur frá Örnu er nýja gríska jógúrtin laktósafrí og fer því vel í maga, líka þeirra sem kljást við mjólkuróþol. Umfram allt er hún þó afar ljúffeng, þrátt fyrir að vera hóflega sætt; inniheldur stevíu og aðeins 2% af viðbættum hvítum sykri.
Önnur nýjung sem kynnt var til sögunnar er svokallað pokaskyr sem er síað í gegnum léreftspoka eins og Íslendingar hafa gert í gegnum aldirnar. Skyrið fæst bæði óhrært og án bragðefna og einnig með jarðarberjabragði, vanillubragði og bláberjabragði. Líkt og gríska jógúrtin er það í boði bæði í 200 og 500 ml. umbúðum og er að sjálfsögðu laktósafrítt.
Til kynningar nýjungunum var ákveðið að ráðast í gerð fyrstu eiginlegu markaðsherferðar Örnu. Nýju vörurnar voru í aðalhlutverki og þjóðþekktir Vestfirðingar voru myndaðir við að neyta þeirra. Margir hafa séð afraksturinn í fjölmiðlum undanfarið þar sem léttleikinn er svífandi yfir vötnum.
Viðtökur hafa verið frábærar og hefur starfsfólk vart haft undan að mæta eftirspurninni, að sögn Hálfdáns Óskarssonar framkvæmdastjóra Örnu.
„Við vissum að við værum með góðar vörur í höndunum, enda höfðum við unnið að þróun þeirra um talsvert skeið. Móttökurnar komu okkur engu að síður þægilega á óvart og við höfðum fullt í fangi með að mæta eftirspurninni í fyrstu,“ segir hann. „Núna erum við búin að ná betri tökum á aukningunni og þegar farin að undirbúa frekari nýjungar sem kynntar verða í sumar.“
Það má því með sanni segja að það sé vor í lofti og bjartir tímar framundan hjá Örnu fyrir vestan.
Arna ehf. Mjólkurvinnslan í Bolungarvík, Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík. Sími: 456 – 5600. arna@laktosafritt.is