fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
FókusKynning

Lífræn egg úr heilbrigðum og hamingjusömum hænum

Kynning

Nesbú er með vottun um lífræna eggjaframleiðslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. maí 2016 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Nesbúegg ehf. fékk fyrr á þessu ári vottun um lífræna eggjaframleiðslu. Vottunarstofan Tún staðfesti formlega að Nesbúegg uppfyllti allar kröfur og reglur um framleiðslu á lífrænum eggjum. Þetta voru mikil tímamót í matvælaframleiðslu á Íslandi því Nesbúegg ehf. er fyrsta framleiðslufyrirtækið á sínu sviði hérlendis sem hlýtur slíka vottun. Lífræn egg frá Nesbúeggjum fást í öllum helstu matvöruverslunum.

Lífræn egg eru hrein afurð enda er fuglafóðrið sem varphænurnar eru aldar á lífrænt, óerfðabreytt og framleitt á umhverfisvænan hátt. Engin lyf eða hormón eru notuð til að auka vöxt eða afurðir dýranna.

Þeir sem kaupa lífræn egg stuðla jafnframt að dýravelferð enda eru hænurnar sem verpa þessum eggjum frjálsar og búa við góð skilyrði. Varphænur í lífrænni framleiðslu njóta útivistar þegar veður leyfir en þó aldrei minna en þriðjung líftímans. Nesbúegg hafa gert ráðstafanir til að tryggja varphænum útivistartíma umfram þessi lágmörk með byggingu yfirbyggðs vetrargarðs þar sem varphænurnar halda til. Rými fuglanna á innisvæði er síðan 50% stærra en almennt viðgengst við hefðbundna eggjaframleiðslu og náttúrulegur undirburður er í húsinu. Allur annar aðbúnaður lýtur ströngum kröfum um velferð og vellíðan fuglanna. Þannig hafa þeir til dæmis frjálsan aðgang að rykbaði, hreiðri og setpriki innandyra.

Vottaðar lífrænar afurðir og náttúruafurðir hafa þá sérstöðu á markaði að allt ferli þeirra, frá ræktun eða söfnun hráefna, til pökkunar í neytendaumbúðir eða afhendingar í lausu, er undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vottunarstofu. Hún fylgist með því að uppruni og meðferð afurðanna sé í samræmi við alþjóðlegar og íslenskar kröfur um lífræna framleiðslu.

Fyrirtækið Nesbúegg var stofnað árið 1971, þá undir nafninu Nesbú hf., en það er nú eitt stærsta eggjabú landsins. Fyrirtækið sérhæfir sig í eldi á varphænum, allt frá ungaeldi til eggjaframleiðslu. Starfsemin fer annars vegar fram á Vatnsleysuströnd og hins vegar í Miklaholtshelli ll í Flóa. Þá rekur fyrirtækið einnig pökkunar- og vinnslustöðvar í Vogunum fyrir fersk, gerilsneydd og soðin egg og ýmsar aðrar eggjaafurðir.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Nesbúeggja

Nánari upplýsingar um vottun lífrænna afurða:
Vottunarstofan Tún ehf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb