Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta Hafnarfjarðar
Frímann og Hálfdán – Útfararþjónusta veitir syrgjendum þjónustu sem einkennist af virðingu og nærgætni og byggir á mikilli reynslu og þekkingu á mannlegum samskiptum. Þjónustan er jafnframt heildstæð og víðtæk og veittar eru greinargóðar upplýsingar um kostnað. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 2002 er Hálfdán Hálfdánarson og Ólöf Helgadóttir stofnuðu Útfararþjónustu Hafnarfjarðar, en frá árinu 1996 hafa Hálfdán og Ólöf rekið Fjölsmíð líkkistuvinnustofu.
Árið 2015 bættist Frímann Andrésson í hópinn og breyttist þá nafnið í Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta Hafnarfjarðar
Á vandaðri heimasíðu fyrirtækisins, uth.is, er að finna greinargóðar upplýsingar um þjónustu og verð.
Þjónustan sem í boði er getur tekið til fjölmargra þátta:
Flytja hinn látna í líkhús
Aðstoða við val á kistu, rúmfötum og líkklæðum
Útvega kapellu til kistulagningar
Útvega kirkju
Panta organista, söngfólk og hljóðfæraleikara
Útvega legstað í kirkjugarði
Panta kistuskreytingar
Aðstoða við val á sálmum
Útbúa sálmaskrá
Aðstoða við öflun líkbrennsluheimildar
Útvega duftker
Útvega kross og skilti á leiði
Stjórna útför
Á vefsíðu fyrirtækisins eru mjög greinargóðar upplýsingar um alla kostnaðarliði en hér á myndum má sjá dæmi um vandaðar vörur á hagstæðu verði.
Frímann og Hálfdán – Útfararþjónusta er til húsa að Stapahrauni 5, Hafnarfirði. Þar er rúmgóð og hlýlega aðstaða til að taka á móti aðstandendum. Þar eru einnig líkkistuvinnustofa og saumastofa til húsa.
Skrifstofan er opin frá kl. 8 til 17 virka daga, en þjónustan á sér stað allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
Síminn er 565-9775. Netfang: uth@uth.is Heimasíða: www.uth.is