fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Skuggahliðar Biggest Loser: Þess vegna er auðvelt að fitna aftur

Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur gefur góð ráð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðreyndin er sú að eftir því sem farið er rosalegar í átakið, eftir því sem minna er borðað, þeim mun meiri líkur eru á að það hafi neikvæð áhrif á brennslu,“ segir Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur í viðtali við Fólk, fylgirit Fréttablaðsins, í dag.

Þar er fjallað um rannsókn á þátttakendum áttundu seríu bandarísku Biggest Loser-þáttanna, en samkvæmt niðurstöðunum hægðist á efnaskiptum þátttakenda á meðan og eftir að keppni lauk. Þetta gerði það að verkum að þátttakendur áttu í erfiðleikum með að viðhalda þyngdartapinu.

Þannig þyngdist sigurvegarinn, Daniel Cahill, um rúm 108 kíló meðan á tökum stóð. Þegar hann skráði sig til leiks var hann 195 kíló, en að sjö mánuðum liðnum var hann 87 kíló. Sex árum síðar hafði hann bætt á sig 50 kílóum þrátt fyrir að reyna eftir fremsta megni að passa sig. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að flestir af þeim sextán sem hófu leik höfðu þyngst umtalsvert og voru sumir orðnir þyngri en áður en þeir skráðu sig til leiks.

Ólafur segir í viðtalinu í Fréttablaðinu að þessar niðurstöður hafi ekki komið honum á óvart og segir að aðferðafræðin sem notuð er í Biggest Loser sé langt því frá viðurkennd af aðilum sem „telja má fróðasta“ í þessum efnum. Það sé fylgifiskur þess að léttast að líkaminn leiti aftur upp í hæstu þyngd.

„Fitufrumurnar leitast við að vera í eðlilegri stærð en þegar við ofbjóðum þeim og borðum fleiri hitaeiningar en líkaminn þarf á að halda þá fara fitufrumurnar að stækka umfram það sem telst eðlilegt. Við fitnum því og til þess að ná okkur aftur niður þurfum við að minnka fituna í fitufrumunum. Þó það gerist heldur teygjanleikinn í frumunum sér þannig að um leið og einstaklingur, sem var of feitur en hafði náð sér niður, fer að borða aftur of mikið þá fara aukahitaeiningarnar inn í fitufrumurnar og þær belgjast aftur út,“ segir hann.

Hann segir að fólk þurfi að passa vel upp á hitaeiningafjöldann þegar fólk er búið að léttast. Mikilvægt sé fyrir fólk sem vill viðhalda þyngdartapi að læra inn á eðlilegt mataræði og reglubundna og hóflega hreyfingu sem það getur fylgt eftir. Þá sé mikilvægt að borða holla og fjölbreytta fæðu og falla ekki fyrir kreddum og tískubólum.

Daniel Cahill léttist um 108 kíló á sjö mánuðum. Hann bætti svo aftur á sig 50 kílóum.
Léttist og þyngdist aftur Daniel Cahill léttist um 108 kíló á sjö mánuðum. Hann bætti svo aftur á sig 50 kílóum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni