fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
FókusKynning

Eldri borgarar læra á Facebook: „Kynslóðirnar þurfa að hanga miklu meira saman“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. maí 2016 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Heiða Hauksdóttir er sjálfboðaliði hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík. Hún vill að ömmur og afar og allt eldra fólk sé óhrætt við að nota Facebook til þess að halda góðu sambandi við sitt fólk.

„Ég hafði samband við Félag eldri borgara í Reykjavík þegar ég var í fæðingarorlofi og bauð fram krafta mína ef þau vildu liðsinni við einhver verkefni. Sjálf vildi ég að til væri „félag verðandi eldri borgara“, ég væri sko pottþétt í því! Ég stefni nefnilega að því að verða mjög langlíf. Það er líka mikilvægt að við umgöngumst öll sem fjölbreyttast fólk, það er betra fyrir umburðarlyndið og víðsýnina í samfélaginu. Mér – eins og mörgum – hættir til að einangra mig og umgangast helst bara þá sem tala eins og ég og hugsa eins og ég. Kynslóðirnar þurfa að hanga miklu meira saman, og það er til dæmis auðvelt með hjálp frá Facebook.“

Hvers konar verkefnum kemur þú að hjá félaginu?

„Þau hjá FEB hafa tekið mér svo vel! Þau fundu strax hvar mitt „forte“ liggur og þess vegna fékk ég meðal annars að hjálpa til við útgáfu á blaðinu þeirra. Næstu Félagstíðindi FEB eru einmitt væntanleg núna í vor. Mjög flott blað, tékkið endilega á því. Svo stóð félagið fyrir Facebook-námskeiði þar sem ég var leiðbeinandi. Það var reglulega gaman. Margir höfðu samband og spurðust fyrir um námskeiðið. Og svo mættu allir sem skráðu sig – það er ekki alltaf þannig hér á landi. Þátttakendur voru mjög duglegir að spyrja út í allt mögulegt, það er greinilega talsverð þörf á svona Facebook-fræðslu. Ég vona að allir hafi lært eitthvað gagnlegt og skemmt sér vel í leiðinni.“

Orðfærið kom mest á óvart

Í kringum 90% Íslendinga á aldrinum 18 ára og eldri nota Facebook reglulega. Hópur eldri notenda fer stöðugt stækkandi og með tilkomu spjaldtölva hafa fleiri eldri borgarar nýtt sér þetta tækifæri til þess að vera í meiri samskiptum við fjölskyldu og vini.

„Ég hvet alla eldri borgara til þess að vera þar sem þeirra fólk er, og vera alveg ófeimna við að prófa nýja hluti. Enginn vill missa af neinu og svo margt „gerist“ á Facebook núorðið. Ef fjölskyldur eru almennt að nota Facebook mikið til þess að halda sambandi þá eiga ömmur og afar, frænkur og frændur og allir aldavinir endilega að vera með. Þetta getur verið frábært tól þegar maður kann að nota það og maður lærir ekki á það nema með því að prófa sig áfram – gera mistök, prófa aftur. Svo lengi lærir sem lifir, sagði einhver snillingurinn,“ segir Kristrún Heiða og það leynir sér ekki að þetta málefni er henni hugleikið. Það kom henni þó á óvart hvað nemendur hennar á námskeiðinu voru vel að sér varðandi Facebook og orðfærið þar.

Fullt nafn: Kristrún Heiða HauksdóttirAldur: 36 árAtvinna: verkefnisstjóri hjá Forlaginu og lausapenni á nutiminn.isÁhugamál: bækur, leikhús og langlífi
Kennir eldri borgurum á facebook Fullt nafn: Kristrún Heiða HauksdóttirAldur: 36 árAtvinna: verkefnisstjóri hjá Forlaginu og lausapenni á nutiminn.isÁhugamál: bækur, leikhús og langlífi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég var helst að hjálpa þeim með þetta praktíska. Ólíkar leiðir til þess að nota Facebook, friðhelgistillingar, kurteisisvenjur og myndir. Þau voru öll mjög áhugasöm, sérstaklega um myndamálin og vídeóin. Það sem kom mér þó mest að óvart var orðfærið! Þátttakendurnir voru sko alveg með það á hreinu. Ég var líka hvött til þess að halda Snapchat-námskeið, en ég baðst undan því og sagðist vera of gömul til að snappa. Þá hlógu þau að mér.“

„Ég skora bara á mömmu“

Facebook-námskeiðið fékk góðar viðtökur hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík og er stefnan að halda fleiri núna í sumar.

„Já, við erum að skipuleggja fleiri námskeið. Á næstu námskeiðum ætlum við að skipta hópunum betur upp. Það verður eitt fyrir algjöra byrjendur, þá sem þykjast ekki þekkja haus né sporð og eru jafnvel ekki búnir að stofna aðgang. Og svo annað fyrir þá sem eru búnir að kynna sér þetta örlítið en finna til óöryggis eða eru strand með eitthvað. Námskeiðin verða auglýst á heimasíðu FEB, www.feb.is, þegar dagsetningarnar liggja fyrir.“

Það eru reyndar fleiri sem Kristrún Heiða vildi sjá á Facebook:

„Ég hvet borgara á öllum aldri til þess að vera virkir og til í að læra eitthvað nýtt, svona á milli þess sem þeir hanga á Facebook, og svo skora ég á mömmu mína að fara nú að skrá sig þar: „Mamma, í alvörunni – þetta er ekkert mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“