Skandinavískum straumar í tísku – Unnið er með stílhrein mynstur
Starfsfólk Teppabúðarinnar- Litavers býr að mikilli fagþekkingu og byggir á áratuga reynslu. Þar er alltaf leitast við að ráðleggja fólki um endingargóðar lausnir og hagkvæmar. Fjölbreytt vöruúrval af gæðavöru á hagstæðu verði er aðalsmerki fyrirtækisins. Að sögn Bram Zomers verslunarstjóra er verslunin með ágætis úrval af
teppum á lager, allt frá einföldum filt-teppum til mjög vandaðra gerviefna og ullarefna sem henta vel á gólf í stofum, stigum og í herbergjum.
„Við bjóðum upp á öfluga sérpöntunarþjónustu og ef óskað er eftir einhverju sem er ekki til á lager getum við sérpantað það fyrir viðskiptavininn. Við erum líka með stök teppi/mottur, vínyldúka og margar gerðir af dreglum og auðvitað veggfóður sem hægt er að gera ýmislegt ævintýralegt með,“ segir hann. „Við vinnum mikið með viðskiptavinum sem eru með stærri rými eins og t.d. skrifstofur en þar eru aðallega lagðar teppaflísar sem eru mjög slitsterkar og þola mikið álag. Okkar teppaflísar eru með hljóðdempandi og umhverfisvænum efnum, sem stuðla að hávaðaminna og þægilegra vinnu-umhverfinu.
Bram bendir á að Teppabúðin – Litaver er í góðu samstarfi við arkitekta og hönnuði og starfar með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í framleiðslu á teppum fyrir hótel og gistiheimili. Þar er hægt að búa til hvaða mynstur eða lógó sem er, eða gera breytingar á litasamsetningu á þeim 4.500 mynstrum sem til eru nú þegar. Hótelteppin eru til í ýmsum verðflokkum, gæðin eru þó alltaf höfð í fyrirrúmi. Hér er að sjálfsögðu lögð áhersla á efni sem eru auðveld í þrifum, þola mikið álag og eru m.a. framleidd samkvæmt stöðlum norræna svansmerkisins, sem er vottun umhverfisvænnar vöru og framleiðslu.
„Tískusveiflur eru í gólfefnum, hvort heldur er hjá hótelum, á skrifstofum eða heimilum, sem í dag fylgir skandinavískum straumum, unnið er með stílhrein mynstur, sérstaklega á hótelum. Meiri eftirspurn er eftir veglegum, massívum teppum fyrir heimili sem eru loðnari, þykkari og þéttari. Tískan breytist á milli ára, bæði áferð og litir. Í tísku í dag eru mjúkir, hlýir grábrúnir tónar, en t.d. fyrir 5 árum síðan var meiri eftirspurn eftir gráum kaldari litatónum.
Stigahús/sameignir
„Stigahúsateppi eru stór þáttur í starfsemi okkar og við þjónustum stigahús og sameignir frá A til Ö og höfum gert í 50 ár. Við sjáum um tilboðsgerð, afrif, förgun og lögn á hágæða stigahúsateppum. Við bjóðum m.a. upp á Epoca, sem eru ofnæmisprófuð, slitsterk, hágæða dönsk teppi frá EGE, sem auðvelt er að þrífa og hafa verið seld hér á landi í meira en 35 ár. Einnig gerum við tilboð í málningarvinnu fyrir stigahús, sé þess óskað. Starfsfólkið okkar hefur safnað saman mikilli reynslu og þekkingu á mörgum árum sem nýtist viðskiptavinum okkar mjög vel,“ segir Bram að lokum og hvetur fólk til að koma í heimsókn á Grensásveginn þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi; frá frekar ódýrum, einföldum lausnum til hágæðavara og að sjálfsögðu allt þar á milli. Í Teppabúðinni – Litaver er þjónustan ávallt í fyrsta sæti.
Litaver & Teppabúðin
Grensásvegi 18, 108 Reykjavík. Símar: 568 – 1950 og 581 – 2444.
Opið er alla virka daga frá kl. 09 – 18
www.facebook.com/teppabúðin-litaver
Facebook/Teppabudin/Litaver
www.litaver.is