fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
FókusKynning

Bed & Breakfast Keflavik Airport: Framlenging á fríinu!

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. apríl 2016 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bed & Breakfast Keflavik Airport er einstaklega notalegt fjölskyldurekið hótel sem hefur starfað við gott orðspor í nokkur ár. Núverandi eigendur tóku við rekstrinum síðastliðið sumar og hafa endurnýjað heilmargt á hótelinu.

Að sögn Öldu Almarsdóttur var m.a. ráðist í að kaupa ný rúm í öll herbergi frá íslenska framleiðandanum RB-rúm:
„Gestirnir okkar hafa einmitt haft á orði við okkur hversu góðrar hvíldar þeir njóti hér. Margir kjósa að byrja fríið degi fyrr og slaka á hér á hótelinu. Við geymum bílinn meðan gestirnir eru í útlöndum, þeim að kostnaðarlausu, auk þess sem við sjáum um að keyra þá og sækja út á flugvöll. Það tekur ekki nema um 7 mínútur að aka héðan að Leifsstöð,“ segir hún.

Slökun fyrir eða eftir ferðalag

„Yfir sumarið og fram í október eru flestir viðskiptavinir okkar erlendir ferðamenn en yfir vetrarmánuðina fáum við til okkar mikið af Íslendingum sem eru að fara í utanlandsferðir. Þeir framlengja sem sagt fríið sitt með því að vera eina nótt hjá okkur og leggja svo úthvíldir af stað í ferðalagið.
Það getur líka verið tilvalið að koma til okkar beint eftir flug og hlaða batteríin eftir ferðalagið; sofa í góðu rúmi, njóta góðs morgunverðar og aka svo til heim Reykjavíkur eða út á landsbyggðina.“

Fjöldi fastakúnna

„Viðskiptavinir okkar hafa verið hæstánægðir með að fá mikið fyrir peninginn; gistingu, morgunmat og geymslu á bíl. Á morgnana bjóðum við upp á mikið úrval af brauði og áleggi, morgunkorni, skyri og alls konar jógúrt. Svo eru líka ferskir ávextir, egg og túnfisksalat á morgunverðarborðinu, svo eitthvað sé nefnt. Vöfflurnar eru mjög vinsælar hjá okkur. Við erum ekki með veitingastað fyrir kvöldmat en það er nóg af þeim í nágrenninu og einnig er hægt að fá mat sendan upp á hótel.
Gestafjöldinn á Bed & Breakfast Keflavik Airport hefur aukist mikið, bæði koma fleiri erlendir ferðamenn og sífellt fleiri Íslendingar eru farnir að nýta sér okkar þjónustu. Margir þeirra eru orðnir fastakúnnar sem er mjög ánægjulegt,“ segir Alda að lokum.

Frá 1. maí til 15. júní er verðið 13.900 fyrir 2ja manna herbergi.
Bed & Breakfast Keflavik Airport, Valhallarbraut, 235, Reykjanesbær. Sími: 426 – 5000. www.bbkeflavik.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb