Þung lóð og prótínduft er að margra mati lykillinn að sterkum og velþjálfuðum líkama en fyrir karlmenn, sem eiga á hættu að fá skalla, er kannski rétt að hafa í huga að mikil líkamsrækt getur flýtt fyrir hármissi og skallamyndun.
Eftir því sem kemur fram á vefsíðunni apoteket.dk þá lenda flestir í því á lífsleiðinni að missa hár en körlum sé mun hættara við því en konum. Hármissir eða skalli herjar á 20 prósent karla á þrítugsaldri, 30 prósent karla á fertugsaldri og 40 prósent karla verða fyrir þessu á fimmtugsaldri.
Testósterón framleiðir DHT, sem eykur á skallamyndun, þegar hársekkirnir verða fyrir miklu álagi. Þetta vita margir karlmenn ekki og átta sig ekki á þessu fyrr en hármissir þeirra eða skallamyndun er orðin mjög sýnileg sagði Thomy Kouremada-Zioga, læknir, við Expressen.
Það er hormónið dihydrotestósterón, skammstafað DHT, sem veldur þessu. Líkaminn myndar það úr testósteróni við áreynslu en það er einnig til sem tilbúið efni í prótíndufti og prótínhristingum. Ensímið, sem myndar DHT, er virkara hjá sköllóttu fólki.
Thomy Kouremada-Zioga sagði að prótíndrykki valdi þó ekki hártapi eða skallamyndun en þeir geti hraðað ferlinu ef fólk á á hættu að missa hár eða fá skalla af erfðafræðilegum orsökum.