fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

NormX – Heitir pottar – íslensk framleiðsla í 30 ár

Kynning

Gvendarlaug, Geirslaug og Snorralaug

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NormX er rúmlega þrjátíu ára gamalt íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir heita potta úr hverfisteyptu plasti í plastverksmiðju sem staðsett er í Vogum á Vatnsleysuströnd. Að sögn Kjartans Ragnarssonar er NormX með verslun og glæsilegan sýningarsal að Auðbrekku 6 í Kópavogi. „Í salnum okkar eru til sýnis ýmsar vörur sem við framleiðum og seljum. Við höfum sérhæft okkur í heitum pottum en jafnframt teljum við mjög mikilvægt að vera með á boðstólum allar vörur sem tengjast pottunum, líkt og hitastýringar, nokkrar gerðir af lokum, nuddbúnað og ýmsa fylgihluti.“

Frábær kostur í heitum pottum

.
Snorralaug .

„Við stöndum við þau orð að heitu pottarnir frá NormX séu besti kosturinn hvað varðar bæði gæði og verð,“ segir Kjartan. „Pottarnir sem við framleiðum eru einstaklega sterkir og þola vel fjölbreytileika íslenskrar veðráttu. Þeir eru einkar auðveldir í þrifum enda framleiddir úr gegnheilu Polyethylene-plasti með UV-vörn (sólarvörn) og verjast því sólarljósi vel. Allir heitir pottar frá NormX eru endurvinnanlegir og allar gerðir er hægt að fá í mismunandi litum.

.
Geirslaug .

Við Íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hér er langoftast lítið sem ekkert mál að nálgast heitt vatn á mjög lágu verði og hönnun heitu pottanna okkar hjá NormX taka mið af því og eru djúpir og taka mikið vatn. Í Snorralauginni, sem er vinsælasti potturinn okkar, eru t.d. 66 cm frá sæti og upp á brún. Þá ætti að flæða vel yfir axlir á flestum. Það er því svo sannarlega leikur einn að njóta vellíðunar í pottinum hvort sem sólin skín glatt að sumri til eða kuldi og snjór sé í kortunum.“

Vinsælustu gerðirnar alltaf til

.
Gvendarlaug .

Kjartan bendir á að afgreiðslutími NormX pottanna sé skammur þar sem algengustu og vinsælustu gerðirnar séu alltaf til á lager og aðrar er hægt að framleiða með litlum fyrirvara. „Við seljum að sama skapi allar lagnir sem til þarf, auk nuddkerfa og ljósabúnaðar, allt eftir óskum viðskiptavina. Starfsmenn okkar geta einnig séð um ísetningu og tengingar. Við leggjum metnað okkar í að viðskiptavinir okkar séu ánægðir alla leið,“ segir hann.

Smáhýsi til sýnis og sölu

NormX býður nú einnig upp á 14,9 fermetra smáhýsi ósamsett í sjö einingum. Gluggar og hurðir eru þá komnar í einingar og gólf og þakeiningar fulleinangraðar.
Lýsing á vönduðu, fulleinangruðu 14,9 fermetra, tveggja herbergja húsi:
Í hvoru herbergi er tvíbreitt rúm og 90 cm koja fyrir ofan það. Dýnur fylgja bæði rúmum og kojum. Rehau-gluggar og hurðir. Vandaður panell festur með ryðfríum skrúfum. Húsin eru framleidd í mörgum útfærslum.

Smáhýsi henta vel við ýmsar aðstæður:

Gistihús á tjaldstæðum
Gestahús við sumarbústaði
Sumarhús
Geymsluhús fyrir vélsleðann og fjórhjólið
Sæluhús
Skíðakofi
Bátaskýli
Kvenna- og karlasalerni á ferðamannastaði
Garðhús
Golfbílahús fyrir tvo bíla
Miðasöluhús á íþróttavelli og ferðamannastaði

NormX

Auðbrekku 6
200 Kópavogur
Sími: 565-8899
normx@normx.is.
www.normx.is

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga 10.00–18.00
Föstudaga 10.00–17.00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni