Búslóðaflutningar ehf. er nýtt fjölskyldufyrirtæki í eigu systkinanna Söru Sigurvinsdóttur og Axels Þorsteinssonar. Þau tóku við rekstur föður síns í nóvember síðastliðnum sem hefur verið í bransanum í fjöldamörg ár. Þriðji eigandinn bættist við núna í mars, systir þeirra Söru og Axels, hún Edda. „Það er því óhætt að segja að fyrirtækið er að eflast enn frekar,“ segir Sara.
Fyrirtækið er staðsett í Hraunbæ 182 í Reykjavík. Fyrirtækið hefur verið að sinna útköllum á höfuðborgarsvæðinu en taka öll verkefni að sér. „Ef einhverjum vantar flutning til Akureyrar til dæmis þá gerum við það,“ segir Sara. „Auk þess sinnum við útköllum allan sólarhringinn,“ segir hún. „Það er því ekkert sem stendur í veg fyrir viðskiptavinum okkar að fá flutning á óvenjulegum tímum,“ segir Sara létt í bragði.
„Við leggjum upp úr því að vera með persónulega og skjóta þjónustu,“ segir Sara. „Við erum með ódýra en góða þjónustu. Við sækjum hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu og skutlum heim að dyrum,“ bætir hún við. „Við vinnum einnig hratt og vel,“ segir hún í framhaldinu. Viðskiptavinir geta pantað þjónustu Búslóðaflutninga ehf. með því að hafa samband í síma 893-5888. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um fyrirtækið á Facebook síðu fyrirtækisins.