fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

iSíminn – viðgerðarþjónusta: Samdægursþjónusta á Apple-vörum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum fyrstir til að bjóða upp á samdægursþjónustu í viðgerðum á iPhone-símum. Það gerðum við til að mæta brýnni þörf á markaðnum því fólk var að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðgerð hjá þeim aðilum sem á annað borð buðu upp á slíkt. Slíkt eiga eigendur iPhone-síma erfitt með að sætta sig við. Sumir vilja helst standa yfir okkur á meðan við gerum við því síminn getur hringt hvenær sem er og símtölin verið mikilvæg,“

segir Tómas Kristjánsson, eigandi iSímans, Skipholti 21. Verslun hans er þekkt fyrir mikið úrval af Apple-vörum . iSíminn hefur ávallt boðið upp á samdægursþjónustu í viðgerðum á Apple-vörum en sú þjónusta leysir úr mjög brýnni þörf þeirra mörgu sem lenda í því að snjallsíminn þeirra bilar.

Tómas segir að eftirspurnin eftir skjótri og góðri viðgerðarþjónustu fyrir iPhone snjallsíma sé gríðarleg og hafi farið ört vaxandi í takt við mikla fjölgun slíkra síma. iSíminn gerir við alla iPhone-síma og þjónustan er ekki með nokkrum hætti bundin við vörur sem keyptar eru í verslun fyrirtækisins:

„Við erum líka yfirleitt að fást við viðgerðir utan ábyrgðar, tæki sem hafa lent í raka- eða höggtjóni. Það er yfirleitt eitthvað svoleiðis sem skemmir þessi tæki því að öllu jöfnu virðast þetta vera mjög vel gerð tæki. Gallar sem falla undir verksmiðjuábyrgð eru síðan bara eitthvað sem söluaðilar hér á Íslandi sjá um,“

segir Tómas. Hann bætir við að þeim berist um 300 símar á mánuði með brotna skjái og eru þá langt frá því öll viðgerðarerindin talin upp.

Mynd: DV ehf – Sigtryggur Ari

En er ekki erfitt að standa við fyrirheitið um samdægursþjónustu í viðgerðum?

„Nei, um leið og við ákváðum að þjónustan skyldi vera með þessum hætti þá var bara gengið í það að haga málum þannig að þetta loforð við eigendur iPhone-síma væri uppfyllt,“

segir Tómas en fjölga hefur þurft starfsfólki hjá fyrirtækinu vegna vaxandi eftirspurnar eftir viðgerðarþjónustunni. Segir hann jafnframt að 97% af þessum viðgerðum séu kláraðar samdægurs en í fáum tilvikum þurfi að eiga sér stað flóknar viðgerðir sem krefjast aukins tíma og meiri vinnu en lagt var upp með.

Viðgerðir á snjallsímum eru eðli máls samkvæmt misdýrar enda geta þeir íhlutir sem skipta þarf um í slíkum tækjum verið mjög misjafnlega dýrir. Tómas segist hins vegar telja að almennt sé viðgerðarþjónusta hjá iSímanum ódýr miðað við hraða þjónustunnar:

„Hér er ekkert flýtigjald enda hröð viðgerðarþjónusta á þessum tækjum viðtekin venja og gengið út frá því að hlutirnir gangi hratt fyrir sig. Það eru alltaf allir að flýta sér með iPhone-símann sinn. Öll mál eru einfaldlega kláruð eins fljótt og hægt er. Ennfremur rukkum við ekkert skoðunargjald.“

Tómas segir jafnframt að iSíminn kappkosti að vera samkeppnishæfur í verði á viðgerðarþjónustu þó að fyrirtækið sé almennt með mjög góða varahluti enda hefur iSíminn byggt upp viðskiptasambönd við mjög góða birgja í framleiðslulöndum varahlutanna:

„Þeir eru einfaldlega að skaffa okkur bestu varahlutina sem hægt er að komast í.“

Auk viðgerða á iPhone-símum veitir iSíminn öfluga viðgerðarþjónustu á Apple-tölvum.

Sem fyrr segir er iSíminn til húsa að Skipholti 21, Reykjavík. Opið er virka daga frá 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 11 til 14.

Heimasíða
Facebooksíða

Mynd: DV ehf – Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf – Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni