fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Brúðarbílaleiga Richards: Rolls Royce – Silver Shadow

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard D. Woodhead er eigandi sérlega glæsilegrar Rolls Royce-bifreiðar sem hægt er að leigja fyrir hátíðleg tilefni. Þessi eðalvagn er af gerðinni Silver Shadow sem var framleidd á árunum 1965–1976.

„Minn bíll er módel 1972 og ég flutti hann inn frá Svíþjóð en ég keypti hann af bróður mínum sem hafði fest kaup á bílnum í Miami í Ameríku. Þetta er að sjálfsögðu átta strokka vél og státar af flottri númeraplötu eða Ö25,“ segir hann.
Að sögn Richards er bíllinn aðallega notaður þegar um hátíðleg tækifæri er að ræða eins og stórafmæli og svo er hann vinsæll til leigu hjá brúðhjónum. „Fólki þykir sértök tilfinning og upplifun að vera ekið til og frá kirkju í virðulegri glæsibifreið sem er af mörgum talin ein vandaðasta breska bílasmíð sögunnar. Það er líka óhætt að segja að Rollsinn leggi sitt af mörkum til þess að setja glæsibrag og vissan stíl á brúðkaupið. Það er alltaf ákveðinn sjarmi fólginn í því þegar brúður kemur til kirkju í skreyttum brúðarbíl eða í gljábónuðum, fallegum bíl.“

Rollsinn er glæsilegur brúðarbíll

Sumir kjósa að skreyta bílinn, þá oftast með blómaskreytingum, en þann sið má rekja aftur til þess tíma á öldum áður þegar hestvagnar brúðhjóna voru blómum prýddir á öldum áður. Sá siður tíðkaðist reyndar ekki hér á landi en hefur nú fest sig í sessi.

„Brúðarbíllinn er oft besti bíllinn sem er til í fjölskyldunni og gjarnan er það góður vinur sem býður sig fram sem bílstjóra þessa merkisdags. En ef bíl sem hentar sem brúðarbíll er ekki að finna í bílaflota fjölskyldunnar þá er tilvalið að leigja Rolls Royce-bílinn en með honum fylgir að sjálfsögðu bílstjóri. Ég mæli með því að væntanleg brúðhjón sem hafa áhuga á að leigja þennan draumabíl hafi samband sem fyrst enda styttist nú í öll sumarbrúðkaupinn,“ segir Richard að lokum.

Nánari upplýsingar fást í síma: 894–3833.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni