Bike Cave: Rómantískir vesputúrar – Vegan-réttir – fjölbreyttur matseðill og úrvalshráefni
Bike Cave, Einarsnesi 36, í Skerjafirði í Reykjavík, er vinsæll áningarstaður hjólafólks, jafnt þeirra sem stunda hjólreiðar og þeirra sem eru á vespum eða vélhjólum. Þar er gott að slaka á og njóta góðra veitinga á frábæru verði eftir vel heppnaðan túr. Hlauparar og aðrir sem stunda útivist eru líka hjartanlega velkomnir, sem og þeir sem koma akandi á bílum.
Í gegnum Skerjafjörðinn liggja göngu- og hjólreiðastígar sem ná alla leið niður í Elliðaárdal og því er fjöldi hjólreiða- og útvistarfólks á ferli á svæðinu. Bike Cave er því einstaklega heppilega staðsettur, eða eins og Hjördís Andrésdóttir, eigandi staðarins, segir:
„Við erum við aðalhjólreiðabraut Reykvíkinga. Fyrir hjólreiðafólk er þetta eini staðurinn á löngum kafla þar sem hægt er að stoppa, slaka á og fá sér veitingar – og vera velkominn. Annars staðar er það ekki vel séð að fólk komi inn í Spandex-göllum, löðrandi í svita eða rigningarvatni, og fái sér að borða. Við erum með frábært verð á veitingum og einungis úrvalshráefni. Við bjóðum einnig upp á eitthvað af Vegan-réttum, meðal annars er þetta einn af fáum stöðum sem bjóða upp á „All Vegan“-borgara sem eru gríðarlega vinsælir.“
Segja má að veitingarnar á Bike Cave séu allt í senn fjölbreyttar, gómsætar og ódýrar.
Bike Cave er fjölskyldufyrirtæki í eigu Hjördísar Andrésdóttur og rekur hún staðinn í samstarfi við Stefán Bachmann Karlsson. Á staðnum er góð aðstaða til að gera við alls konar hjól. Í veitingasalnum er sjónvarp á stjórum flatskjá og þar liggja tímarit um hjól og hjólamenningu.
Hagstæð vespuleiga er á staðnum og mörg pör nýta sér hana til að fara í rómantískan vesputúr um eitt fegursta svæði borgarlandsins.
Jafnframt eru til sölu í Bike Cave hinir margrómuðu mótorhjólahjálmar frá Nexx í Portúgal, sem eru gæðahjálmar á góðu verði.
Opið er í Bike Cave alla daga vikunnar frá kl. 9.00 og fram til kl. 23.00. Hægt er að kaupa sér mat og kaffi allan þann tíma.