Ugly hefur opnað nýjan stað í Langarima 21
Pizza-staðurinn Ugly hefur slegið rækilega gegn á Smiðjuveginum í Kópavogi en í síðasta mánuði opnaði eigandinn, Unnar Helgi Daníelsson, nýjan stað í Langarima 21. Staðirnir eru nákvæmlega eins, sama útlit og sömu áherslur í matargerðinni: pizzurnar eru hollar, afar bragðgóðar – en ljótar í útliti. Blaðamaður velti því fyrir sér hvort þetta síðastnefnda sé ekki bara smekksatriði. Því svarar Unnar Helgi hlæjandi að kannski sé hægt að segja að pizzurnar séu fallega ljótar.
Unnar Helgi segir að ljótustu pizzurnar á Ugly séu blómkálspizza og kjötpizza. Sú fyrrnefnda er með blómkálsbotni og sú síðarnefnda með kjötbotni. Unnar Helgi bendir á að þó að slíkur matur sé afskaplega hollur og sérlega bragðgóður þá sé hann kannski ekki beint fallegur í útliti. Að auki eru síðan í boði pizzur með hveitibotni og speltbotni.
Unnar Helgi er 26 ára gamall en hann hefur meðal annar starfað sem rekstrarstjóri Joe and Juice. Ugly virkar á blaðamann eins og hugvitsamleg erlend keðja en er í raun algjörlega hugarfóstur Unnars Helga. Hann gefur í skyn að hann ætli sér stóra hluti með Ugly en vill spara allar yfirlýsingar og láta verkin tala. Staðan í dag er sú að það er allt brjálað að gera á staðnum í Kópavogi en Ugly í Langarima 21 fer rólega af stað – eins og ætlunin var:
„Mér finnst gott að byrja rólega með staðinn, það var það sem við gerðum á Smiðjuveginum og núna er þar alltaf fullt að gera. Núna förum við að láta fólk vita af nýja staðnum og ég efast ekki um að hann slái jafnfrækilega í gegn hér og á Smiðjuveginum,“
segir Unnar Helgi, en að hans sögn er fjölskyldufólk langstærsti kúnnahópurinn, þá gjarnan að sækja sér pizzur í kvöldmatinn.
Það er óhætt að segja að Ugly bjóði óvenjulega og afar góða bragðupplifun fyrir utan þá ánægju að geta borðað bragðgóðar pizzur með góðri samvisku – því hollustan er óumdeild.
Ugly
Langarima 21, 112 Reykjavík
Sími: 552 6060