fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Fjölbreytt fiskmeti og ævintýraheimur asískrar matargerðarlistar

Kynning

Fiska.is – framandi og spennandi matartegundir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. apríl 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Fiska.is rekur þrjár verslanir og heildsölu með Asíutengdar matvörur. Fyrirtækið var stofnað árið 1994 og byrjaði að selja frosinn íslenskan fisk í Kolaportinu, ýsu, þorsk, humar, rækju og fleira. „En síðan hefur bæst við þessi asíska flóra, til dæmis risarækjur og smokkfiskur,“ segir Sævar Sverrisson en hann er verslunarstjóri í verslun Fiska.is að Nýbýlavegi 14. Þar er smásöluverslun fyrir almenning og er verslunin ótrúlega glæsileg eins og myndirnar hér bera með sér. Auk þess er fyrirtækið enn með fisksölu í Kolaportinu en rekur auk þess heildsölu og smásölu að Brekkuhúsum 1 í Grafarvogi. Þar er þjónað flestum asískum veitingastöðum sem reknir eru hér á landi.

Verslunarstjóri í verslun Fiska.is að Nýbýlavegi 14
Sævar Sverrisson Verslunarstjóri í verslun Fiska.is að Nýbýlavegi 14

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í versluninni að Nýbýlavegi er hins vegar rekin smásala fyrir almenning. Asíubúar á Íslandi eru þar fastagestir en verslunin er líka mjög vinsæl meðal Íslendinga enda verður asísk matargerð sífellt vinsælli hér á landi:

„Flestir sem koma verða undrandi á því úrvali sem við höfum, enda er það er það ótrúlegt,“ segir Sævar. Verslunin var opnuð í júlí í fyrra.

Sem fyrr segir hófst starfsemi Fiska.is með fisksölu í Kolaportinu en fyrirtækið hóf að flytja inn vörur fyrir asíska matargerð árið 2008. Starfsemin er orðin mjög umfangsmikil í dag en fastir starfsmenn eru þó aðeins fimm. Hins vegar er einnig lausráðið starfsfólk sem vinnur tilfallandi verkefni. Sævar segir að yfirbyggingin sé mjög lítil hjá fyrirtækinu: „Hér ganga allir í öll verk og gera það sem þarf að gera.“

Helstu vörutegundir

Sem fyrr segir er vöruúrvalið ótrúlegt hjá Fiska.is og því ógjörningur og gera því skil en afar skemmtilegt að upplifa það með því að fara í verslunina að Nýbýlavegi 14.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við erum til dæmis með humar, smokkfisk, hörpuskel og risarækju. Í risarækjunum erum við síðan með marga flokka og stærðir. Síðan erum við með margar tegundir af makríl, til dæmis indverskan makríl, hestamakríl og íslenskan makríl. Þá erum við með til dæmis barba, gurama, milkfish, yellow-catfish; líka fullt af skelfiski, eins og til dæmis White Clam og New Zealand Clam. Þetta eru framandi og spennandi matartegundir fyrir Íslendinga en margt af þessu er bara hversdagsmatur í þeim löndum sem vörurnar koma frá. Þá má nefna að við erum með matvörur sem Afríkubúar borða töluvert af. Það þýðir líka ekki fyrir okkur að vera með eina gerð af Soya-sósu heldur erum við með sósur frá Filippseyjum, Taílandi, Víetnam, Kóreu og fleiri löndum.“

Þá eru ótaldar allar aðrar vörur sem er að finna hjá Fiska.is, til dæmis hrísgrjónin og allar kryddtegundirnar. En sjón er sögu ríkari. Allir sem hafa áhuga á fiskmeti og asískri matargerð una sér vel í einstæðri verslun Fiska.is að Nýbýlavegi 14.

Þeir sem ekki eiga heimangengt í verslunina geta kíkt á heimasíðuna www.fiska.is . Þar er hægt að skoða dágóðan hluta af vöruúrvalinu og panta vörur í gegnum vefverslun.

Opnunartími verslana er sem hér segir:
Nýbýlavegi 14, mánudaga – föstudaga frá 10 – 19, laugardaga – sunnudaga frá 12 – 17
Brekkuhúsum 1, mánudaga – föstudaga frá 9 – 18, laugardaga frá 12 – 16
Kolaportinu, laugardaga – sunnudaga frá 11 – 17

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni