fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
FókusKynning

Castello býður upp á gæðapítsur og ljúffengt kebab

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. mars 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pítsastaðurinn Castello vann sér afar fljótt upp miklar vinsældir þegar fyrsti staðurinn í Kópavogi var opnaður árið 2007. Bræðurnir Armend og Dardan eru eigendur ásamt litla bróðir þeirra Artan Zogaj sem sér um staðinn í Hafnarfirði en ákváðu bræðurnir að opna þann stað árið 2009 vegna aukinna vinsælda staðarins í Kópavogi.

Bjóða einnig upp á kebab

Árið 2012 byrjuðu bræðurnir að bjóða upp á kebab í Kópavoginum. Vegna gríðarlegra vinsælda ákváðu þeir að gera hið sama í Hafnarfirðinum í fyrra. „Þetta er sérstaklega vinsælt í hádeginu hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Armend. „Við erum með alskonar hádegistilboð, bæði af kebab og pítsum sem fólk getur skoðað á heimasíðu okkar castello.is,“ bætir hann við.

Ýmiskonar tilboð í hádeginu og þegar sótt er

„Við erum til dæmis með hádegistilboð þar sem 9 tomma pítsa með þremur áleggstegundum og kók í dós er á 1.390 kr. og miðstærð með þremur áleggstegundum og gos á 1.890 kr. Einnig eru pítsurnar ódýrari ef þær eru sóttar,“ segir Armend.

Nota aðeins fyrsta flokks hráefni

„Við notum aðeins fyrsta flokks hráefni,“ segir Armend. „Við leggjum mikla áherslu á að tryggja að gæðin séu alltaf í fyrsta sæti og því er ávalt einn fjölskyldumeðlimur á svæðinu til að sjá til þess,“ bætir hann við. „Við erum mjög stoltir af því sem við höfum upp á að bjóða. Sem dæmi þá gáfum okkur góðan tíma í að þróa hina fullkomnu uppskrift og getum með stolti sagt að við erum með besta Kebab sem við höfum smakkað,“ segir hann. „Við á Castello erum þakklátir öllum okkar viðskiptavinum, sérstaklega fyrir að vera með okkur frá upphafi. Við munum gera okkar besta til að halda ykkur ánægðum,“ segir Armend að lokum.

Eru í Kópavogi og Hafnarfirði

Eins og áður var sagt eru staðirnir staðsettir í Kópavogi á Dalvegi 2 og Hafnarfirði á Dalshrauni 13 og eru þeir opnir frá sunnudag til fimmtudags frá kl. 11:00 til 23:00 og föstudaga og laugardaga frá kl. 11:00 til 23:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ