fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
FókusKynning

Síðasti fernra dyra Ford Cortina á Íslandi

Kynning

Árgerð 1965 – Rauðklæddur að innan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 25. mars 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er dýrgripur sem ég nota bara á sumrin,“ segir Guðmundur Birgir Pálsson, en hann er eigandi Ford Cortina árgerð 1965. Með hækkandi sól taka eigendur fornbíla á Íslandi að viðra gljáfægða fáka sína öðrum vegfarendum til yndisauka. Guðmundur eignaðist bílinn fyrir þremur árum en hann fræddi blaðamann stuttlega um sögu bílsins:

„Árið 1965 keyptu tveir bræður í Keflavík, þeir Guðmundur og Bjarni, kallaðir Leirubræður í Keflavík, þennan bíl, pöntuðu hann að utan. Þeir leituðu eftir mjög sérstökum bíl. Hann kom hingað svartur og allur rauður að innan, hann var stýrisskiptur og sex manna. Þeir hættu að keyra þennan bíl 1991 og lögðu honum í skúr suður í Keflavík. Þegar hann svo fannst árið 2013 var lakkið eiginlega farið af honum. Þá átti hann að fara í pressuna á haugunum en tveir menn náðu að hirða hann af sorphaugunum í Keflavík. Í kjölfarið var farið að vinna í því að koma honum á götuna aftur. Ég keypti bílinn sama ár, 2013, þá var búið að yfirfara hann þannig að hann var orðinn gangfær. Ég komst hins vegar fljótt að raun um að hann var mjög illa uppgerður. Ég fór í að gera hann upp aftur, skipti um mótor í honum, gírkassa, bremsur, nánast allt, skipti um rúður í honum. Í dag er ég að vinna í því að smíða upp annan mótor í hann.“

Að sögn Guðmundar er þetta síðasti fernra dyra Ford Cortina-bíllinn á landinu en enn séu til tveir tvennra dyra bílar af þessari tegund á landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ