fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

JOMA pípulagnir tryggja gæði og vönduð vinnubrögð

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JOMA pípulagnir er rótgróið fyrirtæki sem var stofnað árið 1971 og sérhæfir sig í alhliða viðgerðum og breytingum í eldri húsum; sérstaklega í endurnýjun á skolpi og í drenlagningu í kringum hús. Jón Magngeirsson, pípulagningarmeistari og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið sinna bæði einstaklingum og fyrirtækjum.

Tryggja gæði

Hjá JOMA pípulögnum er verð ekki miðað við magntölur. „Þegar kemur að skolpverkefnum gerum við ávallt fast tilboð sem stendur alltaf; bara eitt fast verð og skriflegt tilboð. Verð helst því það sama í byrjun og lok verks,“ segir Jón. „Við notum aðeins PVC plaströr, þegar við skiptum út því gamla, sem eru sömu plaströr og eru sett í ný hús í dag,“ bætir Jón við. „Við erum afar vel tækjum búnir og getum því sinnt öllum þeim verkefnum sem koma inn á borð til okkar,“ segir hann í framhaldinu.

Jón Magngeirsson pípulagningameistari og framkvæmdastjóri  JOMA
Jón Magngeirsson pípulagningameistari og framkvæmdastjóri JOMA

Vönduð vinnubrögð og afbragðs þjónusta

„Við leggjum mikið upp úr því að veita fyrirmyndar þjónustu og fagmennsku þegar kemur að vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jón. „Við erum stundvísir og skilum af okkur verkum á tilsettum tíma. Jafnframt sinnum við viðskiptavinum strax,“ bætir hann við. Það er vert að segja frá því að allir starfsmenn Jóns hafa starfað hjá honum í um 10 ár og því góð reynsla og mikil þekking til staðar innan fyrirtækisins. Hægt er að panta þjónustu JOMA pípulagna með því að hringja í Jón eiganda í síma 892-4598 á kristilegum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni