fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Vinsældir Café Haití aukast með hverju árinu

Kynning

Hlýlegt andrúmsloft og kaffi í boði frá ýmsum menningarheimum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elda Thorisson Faurelien, eigandi Café Haití, stofnaði kaffihúsið árið 2007 og hafa vinsældir þess aukist verulega með hverju árinu. „Ég byrjaði að brenna kaffi frá heimalandi mínu, nánara tiltekið Haití, í agnarlitlu húsnæði á Tryggvagötu 16,“ segir Elda. Í byrjun árs 2010 bauðst Eldu húsnæði fyrir Café Haití í verbúðunum við Gömlu höfnina eða blágrænu húsunum eins og þau eru gjarnan kölluð. „Í dag erum við á Geirsgötu 7b í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Elda.

Hlýlegt andrúmsloft og kaffi í boði frá ýmsum menningarheimum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eins og nafnið gefur til kynna koma kaffibaunirnar frá Haití en þær eru brenndar á staðnum til að viðhalda ferskleika. Fyrir utan mikinn og góðan kaffiilm er það hlýlegt andrúmsloft sem tekur á móti manni þegar gengið er inn á Café Haití. Elda nýtur þess að bera fram og vinna með kaffi, en auk þess að bjóða upp á espresso, capuccino, caffè latte og aðra kaffidrykki upprunna á Ítalíu er kaffiunnendum einnig boðið upp á tyrkneskt og arabískt kaffi að ógleymdri uppáhellingu. „Viðskiptavinirnir eru afar ánægðir með að fá alltaf nýbrennt kaffi, en auk kaffidrykkjanna er hægt að fá keyptar kaffibaunir sem eru malaðar ef þess er óskað,“ segir Elda.

Girnilegur matseðill á boðstólum

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Elda býður upp á ýmiss konar kökur og bakkelsi sem hún bakar sjálf, en einnig er nú á boðstólum ýmislegt annað matarkyns fyrir svanga gesti eins og til dæmis plokkfiskur með rúgbrauði, súpa dagsins, grænmetislasanja og ýmiss konar bökur. Matnum má skola niður með gosdrykk, bjór eða léttvíni.

Vinaleg útistemning á sumrin og lifandi tónlist

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fyrir utan Café Haití er afgirt, skjólgott svæði þar sem hægt er að sitja og gæða sér á veitingum. Á góðviðrisdögum getur oft myndast skemmtileg stemning einkum þegar gestirnir leika þar á hljóðfæri. Um helgar er lifandi tónlist á staðnum, þar sem leikin eru lög frá ýmsum löndum, blús, djass, og eru flytjendurnir margir landsþekktir og andrúmsloftið afar notalegt.

Tilboð á súpu og morgunmatur fram eftir degi

„Við bjóðum upp á súpu og kaffi á aðeins 2.000 krónur alla daga og erum með morgunmat sem er í boði frá kl. 08.00 til 17.00 alla virka daga,“ segir Elda. Café Haití er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08.00 til 20.00. Föstudaga og laugardaga frá kl. 09.00 til 22.00 og sunnudaga frá kl. 09.00 til 18.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni