fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Sparibíll með ódýrari nýja og notaða bíla

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2016 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparibíll ehf. er í bílainnflutningi og býður upp á lægra verð á nýjum bílum frá mörgum bílaframleiðendum. „Þetta eru allt bílar sem koma frá sömu verksmiðjum og umboðin versla við,“ segir Viktor Urbancic eigandi sem stofnaði fyrirtækið árið 2003 og hefur gengið afar vel síðan.

Sérhæfa sig í sendibílum

„Við höfum verið að sérhæfa okkur í sendibílum þar sem eftirspurnin hefur aukist verulega og uppsveiflan mikil,“ segir Viktor. „Sem dæmi má nefna aukningu í hótelbyggingu og margir iðnaðarmenn vilja endurnýja vinnubílana sína. Við bjóðum bæði nýja bíla og reynum að vera með nýlega og lítið ekna bíla líka. Vert er að nefna að notaðir bílar eru einnig ódýrari hjá okkur en annars staðar og á þetta því við alla bíla sem við erum með en bílarnir eru allt frá 800 þúsund kr. ódýrari til 1.200 þúsund kr.,“ segir Viktor.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ef þú kaupir fjóra bíla færðu fimmta frítt

„Við erum með um 20% afslátt á vinnubílum hjá okkur,“ segir Viktor. „Þannig má segja að ef menn ætla að kaupa fimm bíla þá borgar þú bara fyrir fjóra hjá Sparibíl og sá fimmti er frír,“ bætir hann við. „Allir bílar eru í ábyrgð hjá okkur líkt og í umboðunum í tvö ár. Auk þess bjóðum við upp á ýmiskonar lánakjör ef viðskiptavinir kjósa svo,“ segir Viktor í framhaldinu.

Af hverju eru þið ódýrari en aðrir?

„Breytt umhverfi í bílaviðskiptum ásamt áralangri samvinnu við birgja víða í heiminum gerir okkur kleift að kaupa nýja bíla á betra verði og því selja þá ódýrara hér heima heldur en samkeppnisaðilar okkar,“ segir Viktor. „Okkar bílar eru að sjálfsögðu í alla staði eins og þeir bílar sem hafa verið boðnir hér á landi hingað til. Oft eru þeir þó betur útbúnir; staðalbúnaður er ríkulegri. Þar má helst nefna að flestir okkar bílar eru með leiðsögubúnaði og loftkælingu sem er í flestum tilfellum staðalbúnaður víðast hvar í heiminum í dag. Þetta hleypir verðinu upp þar sem búnaðurinn er dýr. Þannig eignast þú nýjan bíl á sanngjörnu verði án þess að borga fyrir rekstur marmarahallar,“ segir hann.

Opnunartími fyrirtækisins er alla daga frá kl. 12:00 til 18:00 og er tekið vel á móti öllum sem til þeirra koma samkvæmt Viktori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni