fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
FókusKynning

Kaffivagninn: Nútímalegur veitingastaður með gamla sál

Kynning

Ferskur fiskur í hádeginu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. mars 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffivagninn á Grandagarði hefur átt sinn sess í sögu og hjörtum borgarbúa í rúmlega 80 ár. Hjónin Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari og Mjöll Daníelsdóttir tóku við rekstri staðarins árið 2013 en margir þekkja þau úr veiðibransanum, m.a. fyrir rekstur þeirra um árabil á veiðihúsinu við Norðurá.

Freistandi fiskréttir og úrvals útsýni

„Í dag er Kaffivagninn nútímalegur veitingastaður með úrval íslenskra og norrænna rétta en heldur enn sínum sjarma sem hlýlega innréttað kaffihús með gamla sál,“ segja hjónin. „Útsýnið yfir höfnina úr veitingasalnum er dásamlegt og ekki síður af nýja glæsilega pallinum sem snýr að gömlu höfninni. Andrúmsloftið á Kaffivagninum er einstakt; nálægðin við hafið og söguna gerir það að verkum. Það hefur verið hluti af lífsstíl borgarbúa í gegnum tíðina að fara niður á höfn og njóta góðra veitinga á Kaffivagninum.“

Fiskréttir dagsins í hádeginu

„Fiskréttir eru aðalsmerki Kaffivagnsins en komið er með ferskan fisk daglega til okkar. Við bjóðum upp á gömlu góðu fiskréttina eins og t.d. fiskibollur með lauksmjöri og plokkfisk með rúgbrauði. Fiskipanna Kaffivagnsins er einn af okkar vinsælustu réttum; á henni er grantíneraður þorskhnakki með rækjum, kartöflusmælki, og bearnaise-sósu. Fiskur og franskar er líka alltaf einn af vinsælustu réttunum og fiskisúpa Óðins er virkilega vinsæl,“ segja þau.

Að sögn Guðmundar og Mjallar er alltaf boðið upp á nokkra rétti dagsins, eins og t.d. steikta ýsu með lauksmjöri, salati og kartöflum, grillaðan lax og grillaða stórlúðu. „Auk þess eru á boðstólum blandaðir sjávarréttir nokkrum sinnum í mánuði og eru þeir oftast vinsælasti rétturinn þann daginn. Þess ber að geta að súpa dagsins og kaffi fylgir með öllum réttum af matseðli á virkum dögum. Kaffivagninn er einn þekktasti veitingastaður landsins. Það er fátt sem jafnast á við að fara niður á höfn og njóta góðra veitinga með nálægð við hafið og söguna,“ segja eigendur Kaffivagnsins að lokum.

**Opnunartími:
Kaffivagninn: Grandagarði 10, Reykjavík, s. 551-5932, kaffivagninn@kaffivagninn.is
Opnunartími er frá 08.00–18.00 á virkum dögum og 09.30–18.00 um helgar.

www.kaffivagninn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“