fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Fjöleignir: Ný nálgun í umsjón húsfélaga

Kynning

Framkvæmdir og sérfræðiráðgjöf

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöleignir bjóða framúrskarandi þjónustu þegar kemur að heildarlausnum í rekstri og ráðgjöf við húsfélög. Fyrirtækið leitast við að ná fram hagræðingu fyrir viðskiptavini sína og leggur áherslu á persónulega þjónustu, gagnkvæmt traust og góð samskipti.
Eyþór Friðriksson framkvæmdastjóri segir að Fjöleignir bjóði þrjár leiðir fyrir húsfélög sem allar tryggja grunnrekstur og gott utanumhald, þar sem kröfur húsfélaga eru misjafnar og því býður fyrirtækið upp á leiðir sem uppfylla mismunandi þarfir.

Leið 1: Grunnrekstur

„Í þessari leið felst umsýsla grunnreksturs húsfélaga, m.a. með innheimtu og eftirfylgni með greiðslu húsgjalda. Húsgjöld eru yfirfarin og innheimt skv.eignaskiptayfirlýsingu og fjöleignahúsalögum. Séð er um gerð ársreiknings fyrir aðalfund auk færslu bókhalds og greiðslu reikninga. Við sjáum um samskipti við banka og pössum upp á að lögveðsréttindum húsfélagsins sé fylgt eftir ef upp koma vanskil.
Á reikningum er rekjanlegt samþykktarferli og ársreikningur og önnur bókhaldsgögn eru aðgengileg á lokuðu vefsvæði. Við sækjum síðan um endurgreiðslu á vsk. vegna framkvæmda.“

Leið 2: Rekstur, húsfundir og þjónusta

Mynd: © Barbara Helgason

„Hér er innifalin öll þjónusta úr leið eitt. Aðalfundur haldinn með fundarstjórn, fundargerð rituð og gerð aðgengileg. Við sjáum um boðun aðalfundar og uppsetningu dagskrár fyrir húsfundinn. Við útvegum einnig fundaraðstöðu ef þess er óskað.
Fjöleignir sjá um gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlunar húsfélagsins og bjóða upp á ráðgjöf við að setja eða endurskoða húsreglur. Auk þess útbúum við íbúalista með tengiliðaupplýsingum. Auka húsfundir umfram aðalfund eru haldnir ef þörf krefur.
Leitað er tilboða í allan rekstur t.d. þrif á sameign, umhirðu á garði og snjómokstri. Tryggingar skilgreindar og óskað er eftir tilboðum.“

Leið 3: Framkvæmdir og sérfræðiráðgjöf

„Öll þjónusta úr leiðum eitt og tvö er innifalin í þessum pakka en hér bætist við að leitað er eftir tilboðum í smærri framkvæmdir auk þess sem boðið er upp á val á framkvæmdaaðila og kostnaðargreiningu. Gerð verksamninga er innfalin og stórum framkvæmdum komið í farveg. Við höldum árlegan stöðufund með stjórn húsfélags og innifalið er tveggja klst. lögfræðiráðgjöf á ári.
Árleg sjónskoðun á fasteign af fagmanni, tillögum að viðhaldi komið til stjórnar.“

Fjöleignir
Hafnarhvoli 11
101 Reykjavík
Sími: 531-6000

www.fjoleignir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni