fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Stjörnumálun ehf: Fullkomnasta háþrýstiþvottavél sem völ er á

Kynning

Áratuga reynslu í alhliða málningarvinnu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. mars 2016 06:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnumálun ehf. er framsækið og stöndugt verktakafyrirtæki sem getur tekist á við alls kyns krefjandi verkefni af öllum stærðum. Eigendur fyrirtækisins eru þeir Ívar Þór Hilmarsson málarameistari og Marek Ireneusz málari og verkstjóri. Að sögn Ívars hefur Stjörnumálun ehf. áratuga reynslu í alhliða málningarvinnu. „Við erum einnig með eina fullkomnustu háþrýstiþvottavél sem völ er á. Við bjóðum upp á háþrýstiþvott með 200–500 bar. dælu með 120°C heitu vatni eða köldu. Við getum þvegið veggjakrot og alla málningu af húsum, bílaplönum, gangstéttum og ýmsu fleira.
Nú þegar vorhreingerningar standa fyrir dyrum er háþrýstiþvottur húsa og ýmissa plana einmitt mjög mikilvægur.“

Öll almenn viðhaldsvinna

„Við getum gert heildartilboð í viðhaldsvinnu í samstarfi við aðra verktaka, t.d. smiði, rafvirkja, múrara og pípara,“ segir Ívar. „Starfsmenn fyrirtækis okkar hafa fjölbreytta menntun og mikla reynslu. Við erum vel búnir tækjum og eigum m.a. fimm þjónustubíla, tíu vinnulyftur og mikið magn af vinnupöllum fyrir stærri útiverk ásamt öllum þeim verkfærum og tækjum sem þarf í öll verk; stór sem smá. Fyrirtækið leigir einnig út vinnulyfturnar og palla.
Hjá fyrirtækinu starfa allt að 30 manns, eftir verkefnastöðu hverju sinni, og höfum við tekið að okkur ýmis verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, húsfélög og einstaklinga. Fyrirtækið er með lagerhúsnæði í Hafnarfirði og er aðili að Samtökum iðnaðarins og gjaldgengt í ábyrgðarsjóð MSI.“

Mikilvægi viðhalds

Ívar segist gjarnan vilja vekja athygli á mikilvægi þess fyrir húseigendur að huga að reglulegu viðhaldi fasteigna sinna til þess að rýra ekki verðgildi þeirra og koma í veg fyrir varanlegar skemmdir. „Vel máluð hús eru einn mikilvægasti þátturinn í að skapa fallega heildarmynd og lífga upp á umhverfið.
Fagmenn Stjörnumálunar ehf. ráðleggja og veita aðstoð við efnis- og litaval auk þess sem úthugsaðar kostnaðaráætlanir eru gerðar og verðtilboð út frá þeim. Stjörnumálun ehf. notar einungis efni og málningu sem stenst íslenska veðráttu og við gætum þess að sprungu- og undirvinna sé mjög góð enda tryggja slík vinnubrögð betri endingu.

Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklingar á meðal viðskiptavina

Viðskiptavinir Stjörnumálunar ehf. eru orðnir töluvert margir en fyrirtækið hefur unnið verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, bæjarfélög, húsfélög, einstaklinga og ýmis félagasamtök,“ segir Ívar.

Vefsíða Stjörnumálunnar er www.stjornumalun.is
Einnig er hægt að hafa beint samband í síma 869-5302 eða á netfagnið stjornumalun@stjornumalun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni