fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
FókusKynning

T Bone steikhús með fjölbreyttan matseðil

Kynning
Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. mars 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Sigurðarson, eigandi T Bone steikhúss, býður ávallt upp á sérstaka tveggja og þriggja rétta matseðla um helgar á frábæru verði.

„Á matseðlinum okkar eru á bilinu 20 til 30 steikur í boði, mismunandi vöðvar og þyngd. Auk þess er matseðillinn sífellt að breytast og helst afar fjölbreyttur með ýmsum nýjungum,“ segir Hallgrímur.

T Bone steikin er vinsælust

„Hússteiking okkar er „medium rare“ en vissulega steikjum við allt kjöt eftir óskum gesta. Okkar uppáhaldssteik er auðvitað „T Bone medium rare“ þar sem gesturinn fær bæði fillet og lund á beini, sem við teljum gefa meira bragð. Við höfum kosið að hafa meðlætið frekar hefðbundið og helst þannig að það skyggi ekki á gæði steikanna. Dæmi um meðlæti má nefna grillaðan ferskan maísstöngul, ristaða sveppi og bearnaise-sósuna okkar sem er engri annarri lík,“ segir Hallgrímur.

Hádegis- og kvöldmatseðill

„Við bjóðum upp á hádegis- og kvöldmatseðil,“ segir Hallgrímur. „Hádegismatseðillinn er aðeins léttari en kvöldmatseðillinn þar sem gestir hafa úr meiru að velja,“ bætir hann við. „Við leggjum upp úr því að veita persónulega þjónustu, gott verð og gæða hráefni. Við leggjum jafnframt upp úr þægilegu og kósí umhverfi,“ segir Hallgrímur að lokum.

T Bone steikhús,
Brekkugötu 3, 600 Akureyri
Sími: 469-4020
www.tbone.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ