Á veitingastaðnum Kitchen & Wine, sem staðsettur er á 101 hóteli ræður ríkjum yfirmatreiðslumeistarinn Hákon Már Örvarsson sem er einn af færustu matreiðslumönnum landsins. Hann hefur unnið til ýmissa alþjóðlegra verðlauna, t.d. hreppti hann bronsverðlaun í French Bocuse d’Or auk þess sem hann fékk bronsverðlaunin í keppninni Matreiðslumaður Skandinavíu.
Hákon hefur starfað á Michelin-stöðum víðs vegar um heiminn og er því með eindæmum hæfileikaríkur og fróður. Að hans sögn er boðið upp á þrjár sérvaldar gerðir af steik á Kitchen & Wine.
„Þetta eru flottur íslenskur lambahryggur á beini (250 g), hollensk Rib Eye kálfasteik (250 g) og Black Angus Strip loin nautasteik frá Bandaríkjunum (300 g).
Steikurnar okkar eru alltaf grillaðar á glóandi heitu Robata-grilli sem gefur sérlega gott grillbragð og eru einnig penslaðar með kryddsmjöri áður en þær eru bornar fram. Steikurnar koma svo bæði með bearnaise- og rauðvínssósu, ásamt fersku grænmeti og sveppum,“ segir hann.
„Við leggjum upp úr einfaldleikanum og vinnum með gæðahráefni,“ segir Hákon. „Verðlagningu okkar er stillt í hóf sérstaklega þegar mið er tekið af gæðunum sem við bjóðum gestum okkar upp á.
Þess ber að geta að á matseðlinum er líka lögð mikil áhersla á humarrétti en það er nokkuð sem margir kunna vel að meta.“
Hákon vekur athygli á því að á Kitchen & Wine er líka flottasti kokteilbar Reykjavíkur: „Þar erum við með gott úrval af hvítvíni, rósavíni og rauðvíni – hvort tveggja í glasi og á flöskum auk fjölbreytts úrvals af girnilegum kokteilum. Slegið er upp Happy hour alla daga frá kl. 16.00 til 19.00 sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá gestum okkar en þá bjóðum við m.a. upp á rósavín, rauðvín og hvítvín, sem og kampavín og ýmsa spennandi kokteila.“
Kitchen & Wine Restaurant, 101 hótel
Hverfisgötu 10, 101 Reykjavík.
Sími: 580-0103