fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
FókusKynning

Gamla vínhúsið sérhæfir sig í steikum

Kynning

Hádegistilboð: Léttari steikur á aðeins 1.450 kr.

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. mars 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla vínhúsið, sem er í eigu hjónanna Unnar Örnu Sigurðardóttur og Karls Víkings Stefánssonar, er steikhús sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hjónin segja sína sérhæfingu liggja í steikunum og nefnir Unnur að nautasteikin sé einna vinsælust hjá þeim en hrossasteikin og hrefnusteikin koma einnig mjög sterkt inn. „Þeir sem hafa smakkað hrossasteikina fara gjarnan í hana aftur, frekar en nautasteikina,“ segir Unnur. „Það má því segja að þessar þrjár séu þær vinsælustu en auðvitað má finna margt annað gómsætt á matseðlinum hjá okkur,“ bætir hún við.

Tveir staðir á höfuðborgarsvæðinu

Gamla vínhúsið er staðsett bæði í Hafnarfirði, á Vesturgötu 4, og í Reykjavík, á Laugavegi 73.
Það er því ekki langt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að fara til að komast í góða steik. „Við leggjum mikið upp úr góðu verði, góðu hráefni og vinalegri þjónustu,“ segir Unnur. „Okkar markmið er að viðskipskiptavinir okkar upplifi kósí andrúmsloft í umhverfi þar sem maturinn fær að njóta sín til hins ýtrasta,“ bætir hún við.

Hádegistilboð

„Það er vert að nefna að hægt er að fá sér léttari steikur í hádeginu eða mínútusteik (hross) á aðeins 1.450 krónur í Hafnarfirðinum sem hefur verið mjög vinsælt; sérstaklega á meðal Hafnfirðinganna,“ segir Unnur.

Mynd:

Fjölskyldufyrirtæki

Gamla vínhúsið var fyrst stofnað í Hafnarfirði árið 2006 af Unni og Karli. Árið 2010 opnuðu hjónin annan stað í Reykjavík og eru nú á Laugavegi 73 og eru búin að vera þar síðan 2013. Opnunartími veitingahússins er sem hér segir:

Hafnarfjörður
• Mánudag til fimmtudags frá kl. 12.00 til 21.30
• Föstudag frá kl. 12.00 til 22.30
• Laugardag frá kl. 18.00 til 22.30
• Sunnudag frá kl. 18.00 til 21.30

Reykjavík
• Mánudag til fimmtudag frá kl. 17.00 til 22.00
• Föstudag frá kl. 17.00 til 23.00
• Laugardag frá kl. 18.00 til 23.00
• Sunnudag frá kl. 18.00 til 22.00

Hægt er að skoða matseðil, sérstök tilboð fyrir hópa og fleira inn á heimasíðunni www.gamlavinhusid.is

Mynd:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Willian að snúa aftur
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ