fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
FókusKynning

Touch: Frábær fermingargjöf

Kynning

Á hagstæðu verði og standast væntingar kröfuharðra neytenda

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. mars 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráðlausu heyrnartólin Touch, sem komu á markað í fyrra, hafa hlotið einkar góðar viðtökur. Um er að ræða íslenska vöruþróun hannaða af Garðari Garðarssyni.

„Ég byrjaði að þróa Touch-heyrnartólin með það markmið að leiðarljósi að þau stæðust væntingar kröfuharðra neytenda ásamt því að vera á hagstæðu verði. Frá upphafi var ætlunin að þróa og framleiða heyrnartól sem stæðust fyllilega gæðastaðal sambærilegra tækja.
Ég hef verið að vinna að þróun sjónvarpstækja undanfarin ár og í tengslum við þá vinnu fékk ég hugmyndina að því að bæta heyrnartólunum við,“ segir frumkvöðullinn.

Brjálæðislega góður bassi

„Ég fór til Kína og heimsótti verksmiðjur þar sem ég keypti heyrnartól – sem ég síðan þróaði og breytti. Ég lét sérhanna bæði magnara og bassa. Útkoman reyndist mjög góð; hljómurinn er hreint út sagt frábær og bassinn er brjálæðislega góður.“

Garðar hefur það göfuga markmið að vinna að lækkun raftækjaverðs á Íslandi. Um þessar mundir er hann að þróa sjónvörp sem hann hyggst koma á markað fljótlega. „Fólk á að geta keypt sjónvarpstæki og heyrnartól á viðráðanlegu verði þótt hvergi sé slakað á í gæðakröfum.“

Garðar er afar ánægður með samstarfið við N1:

„Það hafa ekki ýkja margir sýnt áhuga á að leggjast á árarnar með okkur við að koma raftækjaverði niður á Íslandi en N1 hara verið þar fremstir í flokki, enda toppverslanir með margt annað á góðu verði og N1 kortið nýtist viðskiptavinum vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Willian að snúa aftur
Kynning
18.06.2024

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær

Madonna di Campiglio – Brekkur við allra hæfi og líflegur og skemmtilegur bær
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ