Búslóðageymsla Olivers hefur yfir að ráða rúmgóðu geymslurými í Auðbrekku, Kópavogi. Fyrirtækið hefur verið í rekstri síðan árið 1986 og að sögn eigandans, Olivers Edvardssonar, hefur búslóðageymslan verið rekin við góðan orðstír – sem sé gulli betri.
„Við höfum átt velgengni að fagna sem við eigum dyggum viðskiptavinum að þakka. Nú er fyrirtækið að færa út kvíarnar, við erum búin að opna 800 fermetra húsnæði á Ólafsfirði og verið er að vinna í húsnæði sem verður opnað á Akureyri áður en langt um líður. Það er sönn ánægja að geta boðið búslóðageymslu á landsbyggðinni.“
Hver mánuður er greiddur fyrirfram.
Geymsluplássi þarf að segja upp með a.m.k. 15 daga fyrirvara.
„Þú hringir í okkur í 567-4046 eða 892-0808 og pantar geymslu fyrir búslóðina,“ segir Oliver. „Við komum okkur saman um hentugan tíma til að sækja hana. Lengri fyrirvari tryggir þjónustu. Bílstjórinn raðar búslóðinni á bretti með þér og innsiglar á staðnum. Því næst er búslóðinni ekið í geymsluna, og þar vandlega gengið frá henni í sal á merkt stæði. Flutningsgjald er greitt sérstaklega eftir hefðbundnum töxtum.“
Búslóðageymsla Olivers, Auðbrekku, 200 Kópavogi. Símar: 567 – 4046 og 892 – 0808
www.buslodageymsla.is