Sagði skilið við skyndibitafæði og bjór – Komst í vaxtarræktarform á 15 mánuðum
Sebastian David, ungur maður frá Bretlandi, ákvað fyrir rúmu ári síðan að breyta um lífsstíl. Þá var David í yfirþyngd og með mikla bumbu. Nú er hann hins vegar í frábæru formi og keppir í vaxtarrækt.
Í frétt MailOnline er haft eftir David sem segist hafa liðið afar illa þegar hann var í yfirþyngd. Eftir að faðir hans lést, langt fyrir aldur fram, ákvað David breyta algjörlega um lífsstíl.
„Eftir að pabbi dó var ég staðráðinn í bæta bæði líkamlega og andlega heilsu mína,“ segir David.
Það fyrsta sem David gerði var að hætta að borða skyndibita, sem hann borðaði í nánast öll mál. Í staðinn fyrir skyndibita, sem hann eyddi að jafnaði um 20 þúsund krónum í á viku, fór David að borða hollan og næringarríkan mat. Að auki hóf hann að fara reglulega í ræktina og hætti að drekka bjór.
„Ég byrjaði á því að fara þrisvar sinnum í ræktina á viku og eftir hverja viku sá ég árangur.“
Með þessari lífsstílsbreytingu tókst David að léttast um 25 kíló og komast í frábært form. Nú þegar 15 mánuðir eru liðnir frá því að David hóf átakið er bumban algjörlega horfin og í staðinn sjást aðeins magavöðvar, eða „six pack“ eins og það er gjarnan kallað.
Árangur Davids vakti athygli í líkamsræktinni þar sem hann æfir. Hann var svo hvattur til að taka þátt í vaxtarræktarmóti fyrir skemmstu. David ákvað að slá til og endaði hann í 17 sæti.
„Eftir að verið í átakinu í nokkra mánuði fór ég að birta myndir af árangrinum á netinu og fengu þær frábærar móttökur. Ári síðan var ég staddur á vaxtarræktarmóti. Það var eitthvað sem ég bjóst aldrei við að gera,“ segir David sem ætlar að halda áfram að keppa í vaxtarrækt.