fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Kraftvélar: Nýr umboðsaðili fyrir Grove bílkrana og Potain byggingarkrana

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. mars 2016 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið tóku Kraftvélar við umboði fyrir Grove bílkrana og Potain byggingarkrana á Íslandi og stækkuðu þar með vöruúrval sitt. Kraftvélar er rótgróið fyrirtæki með 24 ára reynslu í sölu og þjónustu á vinnuvélum af öllum stærðum og gerðum.

Viktor Karl Ævarsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla segir að hjá fyrirtækinu starfi 40 manns og vöruúrvalið hafi aldrei verið jafn fjölbreytt og nú.

„Við erum að selja hágæða og framúrskarandi vörumerki á heimsvísu. Þjónusta okkar beinist aðallega til jarðvinnuverktaka, byggingarverktaka, fyrirtækja og einstaklinga í landbúnaði og sjávarútvegi, auk vöruhúsa og atvinnubifreiða,“

segir hann.

Þátttakendur í stórsýningunni Verk og vit

Kraftvélar taka þátt í stórsýningunni Verk og vit í Laugardalshöll í byrjun mars, nánar tiltekið dagana 3. – 6. mars. Á þessari sýningu erum við aðallega að kynna nýju vörumerkin okkar og stíga okkar fyrstu skref inn á markað fyrir byggingarverktaka.

Grove bílkranar eru líklega þekktustu bílkranar hér á landi enda mest innfluttu bílkranar á Íslandi frá upphafi skráninga hjá Vinnueftirliti Ríkisins. Kranarnir eru fáanlegir með lyftigetu frá 30 tonnum upp í allt að 450 tonnum.

Potain byggingarkranar ættu að vera öllum byggingarverktökum vel kunnugir, enda vel þekktir og með langa sögu hér á landi. Byggingarkranarnir eru fáanlegir í öllum stærðum og gerðum, allt frá 1,3 tonna lyftigetu í sjálfreisandi krana upp í 80 tonna lyftigetu í turnkrönum.

Kraftvélar munu á næstu mánuðum gera þessum nýju vörumerkjum betri skil og bjóða upp á þessi nýju tæki, bæði til kaups og leigu,“ segir Viktor.

Þjónustan númer eitt, tvö og þrjú

„Við erum með tæplega 20 manns á þjónustuverkstæðinu Kraftvéla og 6 manns í varahlutaverslun okkar. Höfuðstöðvar Kraftvéla eru í Kópavogi en við erum einnig með útibú á Akureyri. Við höfum yfir að ráða 8 þjónustubifreiðum og erum einnig með umboðsmenn víðsvegar um landið, t.d. á Egilsstöðum, Sauðárkróki, Akureyri og Hofsósi. Það er því óhætt að segja að við séum með þétt þjónustunet og eigum alltaf stutt að sækja til viðskiptavina okkar,“

segir Viktor.

Facebook-síða Kraftvéla

Kraftvélar ehf
Dalvegur 6-8 / 201 Kópavogur
Draupnisgata 6 / 603 Akureyri
Sími 535 3500
Fax 535 3501
kraftvelar@kraftvelar.is
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 08:00 til 18:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“