fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Svona getur þú borðað brauð og samt misst aukakílóin

Óþarfi að neita sér um það besta í lífinu – kolvetnin!

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. febrúar 2016 11:14

Óþarfi að neita sér um það besta í lífinu - kolvetnin!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir velja að fara á matarkúra til að halda þyngdinni í skefjum, með ansi misjöfnum árangri þó. Kúrar eins og Atkins og Paleo-mataræði hafa verið vinsælir undanfarin ár, en þeir eiga það sameiginlegt að hvetja til niðurskurðar í neyslu kolvetna.

En hver elskar ekki pasta, hrísgrjón, nýbakað brauð og gómsæta kartöflurétti? Einmitt – við elskum (öll) kolvetni!

Heidi Powell, er vinsæll þjálfari og höfundur nokkurra megrunarbóka. Hún gaf nýlega út bókina Extreme Transformation: Lifelong Weight Loss in 21 Days (!), ásamt manni sínum Chris. Heidi segir að kolvetnasnautt mataræði geri hana og flesta sem hún þekkir, skapvonda og pirraða. „Svona mataræði minnir mig á djúskúra. Fólk sem þráir skyndilausnir grípur til þeirra. Þeir virka kannski smá stund, en fljótlega ferðu aftur á byrjunarreit.“

Ferlega hress á bókarkápunni!
Heidi og Chris Ferlega hress á bókarkápunni!

Í megrunarheiminum virðist mildari afstaða til kolvetna vera að ryðja sér rúms. Í stað þess að taka þau alveg út úr mataræðinu, til að missa þyngd og viðhalda þyngdartapi, segja sérfræðingar núna að það þurfi bara að nálgast þau á klókan hátt.

Ein nálgunin sem mikið er talað um núna er kölluð „carb cycling“ (kannski gætum við sagt kolvetnahringrás á íslensku), og hefur lengi verið við lýði í vaxtarræktarheiminum.
Í bók Heidi, og Chris, er því haldið fram að árangur af þessari tegund mataræðis sé sá sami og næst fram með kolvetnasnauðu mataræði, en það hafi betri áhrif á efnaskiptin.

Munurinn er sá að í „carb cycling“ eru sumir dagar kolvetnaríkir en aðrir alveg snauðir. Í bókinni setja þau hjón upp þriggja vikna áætlun þar sem fjórir fyrstu dagar vikunnar eru kolvetnaríkir, þá koma tveir kolvetnasnauðir og svo einn svindldagur.

Á vefnum bodybuilding.com er að finna grein um „carb-cycling“ þar sem fimm lykilatriði eru tilgreind:

  1. Best er að taka kolvetnadaga á þyngstu æfingadögunum.

  2. Vökvasöfnun á kolvetnadögum er eðlileg.

  3. Best er að velja flókin kolvetni, og halda sig frá vörum sem innihalda glúkósasýróp (high fructose corn syrup).

  4. Minnkaðu fituinntekt á kolvetnadögum.

  5. Haltu þig innan þess hitaeiningafjölda sem þú vilt fá daglega.

Hér má lesa greinina á Bodybuilding.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni