Listi með 15 starfsheitum sem heilla karl- og kvenkyns notendur mest
Stjórnendur samskiptaforritsins Tinder hafa nú birt lista yfir þau starfsheiti sem heilla notendur mest. Listinn miðast við notendur í Bandaríkjunum og sýnir hvaða störf notenda, bæði karlkyns og kvenkyns, eru líklegust til þess að kveikja áhuga hjá öðrum notendum.
Fyrir þremur mánuðum kynntu forsvarsmenn Tinder nýjung sem felst í því að notendur geta bætt starfsheiti sitt við Tinder-aðgang sinn. Þessi viðbót virðist hafa heppnast mjög vel en milljónir notenda hafa bætt starfsheiti við sínar persónuupplýsingar á Tinder.
Nú hafa stjórnendur Tinder tekið saman lista yfir 15 starfsheitum sem heilla notendur mest í Bandaríkjunum, þar sem flestir Tinder-notendur búa.
Samkvæmt listanum eru það flugmenn sem heilla konur mest. Í öðru sæti eru frumkvöðlar og slökkviliðsmenn eru í þriðja sæti.
Sú starfsgrein sem heillar karlmenn mest eru sjúkraþjálfar. Innanhúshönnuðir eru í öðru sæti og frumkvöðlar í því þriðja.
Hér má sjá listann í heild sinni.