fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Egill um offitu barna: „Ef þú drullar þér ekki í gang þá er barnið ekki að fara að drulla sér í gang“

Engin afsökun að hollur matur sé dýr – Vill dönskukennslu út í staðinn fyrir kennslu um gott mataræði

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum bara að skrifa þetta á foreldrana. Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur en þetta eru 99 prósent foreldrarnir. Foreldrar verða að drullast í gang því að feitt barn verður feitt þegar það er komið á fullorðinsár,“ segir Egill Einarsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gillz.

Fimmtungur barna í ofþyngd

Egill var gestur Brennslunnar á FM957 í morgun en þar heldur hann úti Heilsuhorni Gillz. Þar ræddi Egill meðal annars um þá staðreynd að börn hér á landi eru mörg hver orðin of þung. Rannsóknir benda til þess að allt að fimmtungur níu ára barna hér á landi séu í ofþyngd.

Ég fæ börn allt niður í átta ára til mín sem eru allt of þung

Foreldrar taki ríkari ábyrgð

Egill starfar sem einkaþjálfari og hann fær börn til sín sem glíma við ofþyngd eða offitu. Hann þekkir þennan vanda því vel af reynslu sinni sem einkaþjálfari. „Ég fæ börn allt niður í átta ára til mín sem eru allt of þung. Yfirleitt er það þannig að foreldrið sem kemur með því er of þungt líka,“ sagði Egill sem vill að foreldrar taki ríkari ábyrgð á börnunum sínum. Mataræði barnanna skrifist algjörlega á þá. Aðspurður hvort mögulega væri tímaleysi foreldra um að kenna; foreldrar væru úti á vinnumarkaði og börnin kæmu svöng heim úr skólanum og ekki undir eftirliti, sagði Egill að foreldrar taki ábyrgð á því sem til er í ísskápnum heima.

„Þetta er góður punktur. Málið er samt að þegar barnið kemur heim, þú ert í vinnunni, og það er bara til brauð, safi og morgunkorn á heimilinu, þá skrifast það á þig ef þú ert foreldri. Það þarf að segja börnunum hvað er hollt og hvað er drasl. Málið er að foreldrarnir eru úti að skíta,“ sagði Egill og bætti við að vandamálið væri oft að foreldrarnir vissu ekki betur. Eitthvað sem þau teldu að væri óhætt að borða væri í raun óhollt. Egill sagði að vissulega spilaði hreyfingarleysi inn í en mataræðið væri aðalatriðið.

Kennsla um gott mataræði í staðinn fyrir dönsku?

Egill gagnrýndi líka skólana og sagði þá bera ábyrgð rétt eins og foreldrarnir. Gagnrýnir hann að börn fái ekki nægjanlega góða fræðslu í grunnskólum um mataræði. „Það mætti taka þessa dönsku út, bara í gær helst. Er verið að kenna íslensku í Danmörku? Nei, hoppið þá upp í rassgatið á ykkur,“ sagði Egill og bætti við að nauðsynlegt væri að hafa einhverja grunnkennslu um mataræði. Þá fengju skólar lítið fjármagn til kaupa á mat og í ljósi þess væri ódýrari og verri matur keyptur fyrir börnin. Tók Egill fram að margir skólar standi sig vel hvað þetta varðar.

Börnin kunna ekki

Egill sagðist aldrei hafa fengið barn til sín sem vildi vera of þungt. „Krakkana langar að vera í betra formi. Ég hef aldrei fengið barn til mín sem vill vera of þungt. En málið er að þau kunna þetta ekki. Ég sýni þeim hvað þau eiga að borða, hvernig uppbyggingin er og svo koma þau í mælingu nokkrum vikum seinna og þá líður þeim betur og eru í betra formi,“ sagði Egill og bætti við að börnin geti þetta alveg, þau þurfi bara að fá réttu verkfærin.

Það mætti taka þessa dönsku út, bara í gær helst

Dýr matur engin afsökun

Hjörvar Hafliðason, annar þáttastjórnenda Brennslunnar, spurði Egil hvort það væri ekki rétt að efnaminni fjölskyldur hafi síður efni á að kaupa hollan mat, þar sem hollur matur sé almennt dýrari en sá óholli. Egill sagði að vel væri hægt að kaupa tiltölulega ódýran og hollan mat. „Kjúklingabringur eru ekki gefins í dag en það eru til hollir möguleikar. Egg eru ekki dýr og það er mjög góð næring í þeim og ávextir og grænmeti þurfa ekkert að kosta handlegg. Ef þú ferð í lúguna á Metro þá þarftu alveg að rífa upp budduna sko,“ sagði Egill.

Það þýðir ekki fyrir foreldrana að liggja uppi í sófa með bumbuna út í loftið með Snickers og segja síðan barninu að ná sér í epli

„Þú nennir ekki að búa til hollan mat“

Hann sagði að vissulega væri það þannig að efnalitlar fjölskyldur endi á að kaupa eitthvað ódýrt. Oftar en ekki sé þó leti um að kenna.
„Yfirleitt þegar ég fer að skoða mataræðið þá er prótíninntakan hjá þessum gríslingum engin yfir daginn. Þetta eru 90 prósent kolvetni. Þú vilt ekki að barnið þitt þurfi að éta pillur alla ævi; glíma við háan blóðþrýsting, sykursýki tvö, hátt kólesteról, ófrjósemi og hjartasjúkdóma. Þetta er það sem barnið þitt er að fara að lenda í ef þú drullast ekki í gang. Þetta er 90 prósent út af leti foreldra. Þau geta hent í þá afsökun að hollur matur sé of dýr. Þetta er mjög algeng afsökun. Ég segi: Þetta er út af því að þú ert latur. Þú nennir ekki að búa til hollan mat fyrir barnið þitt. Þú varst að koma úr vinnunni, þú ert þreyttur, enski boltinn er að detta inn eftir hálftíma. Þú nennir ekki að græja hollan mat, nærð í eitthvað einfalt og þægilegt og hendir þér svo upp í sófa með allt lóðrétt niðrum þig,“ sagði Egill sem bætti við að lokum að foreldrar þurfi að vera góðar fyrirmyndir fyrir börn sín.

„Það þýðir ekki fyrir foreldrana að liggja uppi í sófa með bumbuna út í loftið með Snickers og segja síðan barninu að ná sér í epli. Ef þú drullar þér ekki í gang þá er barnið ekki að fara að drulla sér í gang.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“